Íslenski boltinn

Sam Tillen fótbrotnaði í kvöld | Tímabilið í hættu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Tillen í leik með FH.
Sam Tillen í leik með FH. Vísir/Daníel
FH-ingurinn Sam Tillen var fluttur upp á sjúkrahús í kvöld eftir að hann fótbrotnaði í leik liðsins gegn HK í Lengjubikarnum í kvöld.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdarstjóri FH, sagði við Vísi eftir leikinn að hann væri nú í aðgerð og það eina sem væri vitað með vissu að hann væri nokkuð illa brotinn. Ef allt fer á versta veg er hætt við því að Tillen spili ekkert með Hafnfirðingum í sumar.

Atvikið átti sér stað í tæklingu en Tillen hafði þá verið að kljást við leikmann HK um boltann.

Leiknum lyktaði með 10-1 sigri FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×