Guðjón Valur getur orðið langelsti markakóngurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2017 06:00 Guðjón Valur á 38. aldursári og á mögleika á því að verða markakóngur í annað skiptið á ferlinum. Hann deilir efsta sætinu í dag. Vísir/Getty Íslenski landsliðsfyrirliðinn er í tvenns konar titilbaráttu í síðasta mánuði þýsku Bundesligunnar í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar og Guðjón Valur sjálfur er markahæsti leikmaðurinn ásamt Robert Weber hjá SC Magdeburg þegar fjórar umferðir eru eftir. Það er alls ekki algengt að menn nái slíkri tvennu í sterkustu handboltadeild heims. Marko Vujin náði því sem liðsfélagi Guðjóns hjá Kiel tímabilið 2013-14 en hann er sá eini frá því að Erhard Wunderlich afrekaði það tvö ár í röð með Gummersbach 1982 og 1983.Guðjón Valur er hér á 27. aldursári og verður þá markakóngur þýsku deildarinnar vorið 2006.Vísir/GettyFimmtán dagar eftir Það eru hins vegar tvö önnur met sem eru í skotfæri hjá Guðjóni Val nú þegar aðeins fimmtán dagar eru eftir af tímabilinu í Þýskalandi. Á heimasíðu þýsku deildarinnar eru upplýsingar um markakónga deildarinnar undanfarin fjóra áratugi og þegar sá listi er skoðaður kemur í ljós hversu stórum áfanga Guðjón Valur gæti náð í vor. Guðjón Valur á möguleika á því að verða langelsti markakóngur þýsku deildarinnar en hann myndi bæta met Pólverjans Jerzy Klempel um næstum því þrjú ár. Guðjón Valur verður 37 ára, 10 mánaða og 2 daga gamall á lokadegi tímabilsins. Jerzy Klempel var nýorðinn 35 ára gamall þegar hann varð markakóngur þýsku deildarinnar vorið 1988 þegar hann lék með Frisch Auf Göppingen. Göppingen endaði þetta vor í sjöunda sæti en Kristján Arason og félagar í Gummersbach tóku titilinn.Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Gummersbach.Vísir/Getty Guðjón Valur er annar tveggja Íslendinga sem hafa náð því að verða markakóngur í þýsku deildinni en Sigurður Valur Sveinsson náði því einnig sem leikamaður Lemgo 1984-85 þegar hann skoraði 191 mark í 26 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur varð markakóngur deildarinnar vorið 2006, þá sem leikmaður Gummersbach. Guðjón skoraði þá 264 mörk eða 7,8 mörk að meðaltali í leik.Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyGetur slegið met Yoon Takist Guðjóni að ná í annan markakóngstitil í vor, þá líða ellefu ár á milli markakóngstitla hjá honum sem væri líka met. Það liðu mest tíu ár á milli markakóngstitla Kyung-Shin Yoon sem varð alls sjö sinnum markahæstur á árunum 1997 til 2007. Ekki eiga Guðjón og félagar eftir léttasta leikjaplanið. Löwen-liðið á nefnilega eftir leiki á móti Flensburg (2. sæti), Kiel (3. sæti), Wetzlar (6. sæti) og Melsungen (8. sæti) og það er því engin smá dagskrá eftir hjá Rhein-Neckar Löwen.Úrslitaleikur á sunnudaginn? Það mun því reyna mikið á Guðjón og liðsfélaga hans á þessum fimmtán dögum og liðið byrjar á hálfgerðum úrslitaleik á móti Flensburg á sunnudaginn. Hann mun ráða miklu um það hvernig fer í vor enda munar bara einu stigi. Það að 38 ára gamall maður skuli vera í þessari stöðu í sterkustu deild í heimi er hins vegar enn ein sönnun þess hversu goðsagnakenndur handboltamaður Guðjón Valur Sigurðsson er. Hvort honum takist að ná þessari sögulegu tvennu kemur í ljós eftir tvær vikur en það er full ástæða til að fylgjast vel með.Vísir/Getty Handbolti Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Íslenski landsliðsfyrirliðinn er í tvenns konar titilbaráttu í síðasta mánuði þýsku Bundesligunnar í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar og Guðjón Valur sjálfur er markahæsti leikmaðurinn ásamt Robert Weber hjá SC Magdeburg þegar fjórar umferðir eru eftir. Það er alls ekki algengt að menn nái slíkri tvennu í sterkustu handboltadeild heims. Marko Vujin náði því sem liðsfélagi Guðjóns hjá Kiel tímabilið 2013-14 en hann er sá eini frá því að Erhard Wunderlich afrekaði það tvö ár í röð með Gummersbach 1982 og 1983.Guðjón Valur er hér á 27. aldursári og verður þá markakóngur þýsku deildarinnar vorið 2006.Vísir/GettyFimmtán dagar eftir Það eru hins vegar tvö önnur met sem eru í skotfæri hjá Guðjóni Val nú þegar aðeins fimmtán dagar eru eftir af tímabilinu í Þýskalandi. Á heimasíðu þýsku deildarinnar eru upplýsingar um markakónga deildarinnar undanfarin fjóra áratugi og þegar sá listi er skoðaður kemur í ljós hversu stórum áfanga Guðjón Valur gæti náð í vor. Guðjón Valur á möguleika á því að verða langelsti markakóngur þýsku deildarinnar en hann myndi bæta met Pólverjans Jerzy Klempel um næstum því þrjú ár. Guðjón Valur verður 37 ára, 10 mánaða og 2 daga gamall á lokadegi tímabilsins. Jerzy Klempel var nýorðinn 35 ára gamall þegar hann varð markakóngur þýsku deildarinnar vorið 1988 þegar hann lék með Frisch Auf Göppingen. Göppingen endaði þetta vor í sjöunda sæti en Kristján Arason og félagar í Gummersbach tóku titilinn.Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Gummersbach.Vísir/Getty Guðjón Valur er annar tveggja Íslendinga sem hafa náð því að verða markakóngur í þýsku deildinni en Sigurður Valur Sveinsson náði því einnig sem leikamaður Lemgo 1984-85 þegar hann skoraði 191 mark í 26 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur varð markakóngur deildarinnar vorið 2006, þá sem leikmaður Gummersbach. Guðjón skoraði þá 264 mörk eða 7,8 mörk að meðaltali í leik.Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyGetur slegið met Yoon Takist Guðjóni að ná í annan markakóngstitil í vor, þá líða ellefu ár á milli markakóngstitla hjá honum sem væri líka met. Það liðu mest tíu ár á milli markakóngstitla Kyung-Shin Yoon sem varð alls sjö sinnum markahæstur á árunum 1997 til 2007. Ekki eiga Guðjón og félagar eftir léttasta leikjaplanið. Löwen-liðið á nefnilega eftir leiki á móti Flensburg (2. sæti), Kiel (3. sæti), Wetzlar (6. sæti) og Melsungen (8. sæti) og það er því engin smá dagskrá eftir hjá Rhein-Neckar Löwen.Úrslitaleikur á sunnudaginn? Það mun því reyna mikið á Guðjón og liðsfélaga hans á þessum fimmtán dögum og liðið byrjar á hálfgerðum úrslitaleik á móti Flensburg á sunnudaginn. Hann mun ráða miklu um það hvernig fer í vor enda munar bara einu stigi. Það að 38 ára gamall maður skuli vera í þessari stöðu í sterkustu deild í heimi er hins vegar enn ein sönnun þess hversu goðsagnakenndur handboltamaður Guðjón Valur Sigurðsson er. Hvort honum takist að ná þessari sögulegu tvennu kemur í ljós eftir tvær vikur en það er full ástæða til að fylgjast vel með.Vísir/Getty
Handbolti Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira