Guðjón Valur getur orðið langelsti markakóngurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2017 06:00 Guðjón Valur á 38. aldursári og á mögleika á því að verða markakóngur í annað skiptið á ferlinum. Hann deilir efsta sætinu í dag. Vísir/Getty Íslenski landsliðsfyrirliðinn er í tvenns konar titilbaráttu í síðasta mánuði þýsku Bundesligunnar í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar og Guðjón Valur sjálfur er markahæsti leikmaðurinn ásamt Robert Weber hjá SC Magdeburg þegar fjórar umferðir eru eftir. Það er alls ekki algengt að menn nái slíkri tvennu í sterkustu handboltadeild heims. Marko Vujin náði því sem liðsfélagi Guðjóns hjá Kiel tímabilið 2013-14 en hann er sá eini frá því að Erhard Wunderlich afrekaði það tvö ár í röð með Gummersbach 1982 og 1983.Guðjón Valur er hér á 27. aldursári og verður þá markakóngur þýsku deildarinnar vorið 2006.Vísir/GettyFimmtán dagar eftir Það eru hins vegar tvö önnur met sem eru í skotfæri hjá Guðjóni Val nú þegar aðeins fimmtán dagar eru eftir af tímabilinu í Þýskalandi. Á heimasíðu þýsku deildarinnar eru upplýsingar um markakónga deildarinnar undanfarin fjóra áratugi og þegar sá listi er skoðaður kemur í ljós hversu stórum áfanga Guðjón Valur gæti náð í vor. Guðjón Valur á möguleika á því að verða langelsti markakóngur þýsku deildarinnar en hann myndi bæta met Pólverjans Jerzy Klempel um næstum því þrjú ár. Guðjón Valur verður 37 ára, 10 mánaða og 2 daga gamall á lokadegi tímabilsins. Jerzy Klempel var nýorðinn 35 ára gamall þegar hann varð markakóngur þýsku deildarinnar vorið 1988 þegar hann lék með Frisch Auf Göppingen. Göppingen endaði þetta vor í sjöunda sæti en Kristján Arason og félagar í Gummersbach tóku titilinn.Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Gummersbach.Vísir/Getty Guðjón Valur er annar tveggja Íslendinga sem hafa náð því að verða markakóngur í þýsku deildinni en Sigurður Valur Sveinsson náði því einnig sem leikamaður Lemgo 1984-85 þegar hann skoraði 191 mark í 26 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur varð markakóngur deildarinnar vorið 2006, þá sem leikmaður Gummersbach. Guðjón skoraði þá 264 mörk eða 7,8 mörk að meðaltali í leik.Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyGetur slegið met Yoon Takist Guðjóni að ná í annan markakóngstitil í vor, þá líða ellefu ár á milli markakóngstitla hjá honum sem væri líka met. Það liðu mest tíu ár á milli markakóngstitla Kyung-Shin Yoon sem varð alls sjö sinnum markahæstur á árunum 1997 til 2007. Ekki eiga Guðjón og félagar eftir léttasta leikjaplanið. Löwen-liðið á nefnilega eftir leiki á móti Flensburg (2. sæti), Kiel (3. sæti), Wetzlar (6. sæti) og Melsungen (8. sæti) og það er því engin smá dagskrá eftir hjá Rhein-Neckar Löwen.Úrslitaleikur á sunnudaginn? Það mun því reyna mikið á Guðjón og liðsfélaga hans á þessum fimmtán dögum og liðið byrjar á hálfgerðum úrslitaleik á móti Flensburg á sunnudaginn. Hann mun ráða miklu um það hvernig fer í vor enda munar bara einu stigi. Það að 38 ára gamall maður skuli vera í þessari stöðu í sterkustu deild í heimi er hins vegar enn ein sönnun þess hversu goðsagnakenndur handboltamaður Guðjón Valur Sigurðsson er. Hvort honum takist að ná þessari sögulegu tvennu kemur í ljós eftir tvær vikur en það er full ástæða til að fylgjast vel með.Vísir/Getty Handbolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Íslenski landsliðsfyrirliðinn er í tvenns konar titilbaráttu í síðasta mánuði þýsku Bundesligunnar í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar og Guðjón Valur sjálfur er markahæsti leikmaðurinn ásamt Robert Weber hjá SC Magdeburg þegar fjórar umferðir eru eftir. Það er alls ekki algengt að menn nái slíkri tvennu í sterkustu handboltadeild heims. Marko Vujin náði því sem liðsfélagi Guðjóns hjá Kiel tímabilið 2013-14 en hann er sá eini frá því að Erhard Wunderlich afrekaði það tvö ár í röð með Gummersbach 1982 og 1983.Guðjón Valur er hér á 27. aldursári og verður þá markakóngur þýsku deildarinnar vorið 2006.Vísir/GettyFimmtán dagar eftir Það eru hins vegar tvö önnur met sem eru í skotfæri hjá Guðjóni Val nú þegar aðeins fimmtán dagar eru eftir af tímabilinu í Þýskalandi. Á heimasíðu þýsku deildarinnar eru upplýsingar um markakónga deildarinnar undanfarin fjóra áratugi og þegar sá listi er skoðaður kemur í ljós hversu stórum áfanga Guðjón Valur gæti náð í vor. Guðjón Valur á möguleika á því að verða langelsti markakóngur þýsku deildarinnar en hann myndi bæta met Pólverjans Jerzy Klempel um næstum því þrjú ár. Guðjón Valur verður 37 ára, 10 mánaða og 2 daga gamall á lokadegi tímabilsins. Jerzy Klempel var nýorðinn 35 ára gamall þegar hann varð markakóngur þýsku deildarinnar vorið 1988 þegar hann lék með Frisch Auf Göppingen. Göppingen endaði þetta vor í sjöunda sæti en Kristján Arason og félagar í Gummersbach tóku titilinn.Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Gummersbach.Vísir/Getty Guðjón Valur er annar tveggja Íslendinga sem hafa náð því að verða markakóngur í þýsku deildinni en Sigurður Valur Sveinsson náði því einnig sem leikamaður Lemgo 1984-85 þegar hann skoraði 191 mark í 26 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur varð markakóngur deildarinnar vorið 2006, þá sem leikmaður Gummersbach. Guðjón skoraði þá 264 mörk eða 7,8 mörk að meðaltali í leik.Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyGetur slegið met Yoon Takist Guðjóni að ná í annan markakóngstitil í vor, þá líða ellefu ár á milli markakóngstitla hjá honum sem væri líka met. Það liðu mest tíu ár á milli markakóngstitla Kyung-Shin Yoon sem varð alls sjö sinnum markahæstur á árunum 1997 til 2007. Ekki eiga Guðjón og félagar eftir léttasta leikjaplanið. Löwen-liðið á nefnilega eftir leiki á móti Flensburg (2. sæti), Kiel (3. sæti), Wetzlar (6. sæti) og Melsungen (8. sæti) og það er því engin smá dagskrá eftir hjá Rhein-Neckar Löwen.Úrslitaleikur á sunnudaginn? Það mun því reyna mikið á Guðjón og liðsfélaga hans á þessum fimmtán dögum og liðið byrjar á hálfgerðum úrslitaleik á móti Flensburg á sunnudaginn. Hann mun ráða miklu um það hvernig fer í vor enda munar bara einu stigi. Það að 38 ára gamall maður skuli vera í þessari stöðu í sterkustu deild í heimi er hins vegar enn ein sönnun þess hversu goðsagnakenndur handboltamaður Guðjón Valur Sigurðsson er. Hvort honum takist að ná þessari sögulegu tvennu kemur í ljós eftir tvær vikur en það er full ástæða til að fylgjast vel með.Vísir/Getty
Handbolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira