Guðmundur: Ekki talað við Wilbek síðan á ÓL Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júní 2017 08:15 Guðmundur var einn og yfirgefinn eftir vonbrigðin á HM í janúar. Í kjölfarið hætti hann með landsliðið. vísir/afp Guðmundur Guðmundsson er enn að gera upp tíma sinn í Danmörku en hann er í ítarlegu viðtali hjá DR í dag þar sem hann talar meðal annars um allt ruglið sem gekk á er Danir unnu gullið á ÓL í Ríó. Eftir að Guðmundur hafði leitt danska liðið að gullinu var lítið talað um árangurinn heldur meira um að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari, hefði reynt að grafa undan Guðmundi á leikunum. Hegðun sem setti svartan blett á sögulegan árangur danska handboltalandsliðsins. Danskir fjölmiðlar fóru heldur ekki mjúkum höndum um Guðmund og voru allt of neikvæðir segir Guðmundur. „Það var byrjað að efast um mig fljótlega eftir leikana í stað þess að njóta árangursins og gleðjast. Það var ömurlegt og algjört kjaftæði. Það var hrikalegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. „Þetta kom aðallega frá fjölmiðlum en ekki frá danska fólkinu sem var ótrúlega almennilegt við mig. Ég fékk engar þakkir eða virðingu frá handboltaelítunni í Danmörku.“ Guðmundur segist þó eðlilega vera mjög stoltur og ekki síst af þeim mörgu erfiðu ákvörðunum sem hann tók á leikunum á ögurstundu. Ákvarðanir sem leiddu til þess að Danir unnu gullið. Guðmundur vann náið með Wilbek er hann var landsliðsþjálfari. Wilbek réð hann til þess að taka við sér með landsliðið en fór svo að vinna gegn honum. „Ég hef ekki talað við hann né séð hann síðan við vorum á leið heim frá Ólympíuleikunum,“ segir Guðmundur en hvað myndi hann gera ef hann hitti Wilbek í dag? „Það vil ég ekki tjá mig um.“Uppfært klukkan 10:05Í fyrri útgáfu fréttarinnar var svar Guðmundar við síðustu spurningunni ranglega þýtt. Beðist er velvirðingar á því.Guðmundur fagnar ÓL-gullinu í Ríó.vísir/afp Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson er enn að gera upp tíma sinn í Danmörku en hann er í ítarlegu viðtali hjá DR í dag þar sem hann talar meðal annars um allt ruglið sem gekk á er Danir unnu gullið á ÓL í Ríó. Eftir að Guðmundur hafði leitt danska liðið að gullinu var lítið talað um árangurinn heldur meira um að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari, hefði reynt að grafa undan Guðmundi á leikunum. Hegðun sem setti svartan blett á sögulegan árangur danska handboltalandsliðsins. Danskir fjölmiðlar fóru heldur ekki mjúkum höndum um Guðmund og voru allt of neikvæðir segir Guðmundur. „Það var byrjað að efast um mig fljótlega eftir leikana í stað þess að njóta árangursins og gleðjast. Það var ömurlegt og algjört kjaftæði. Það var hrikalegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. „Þetta kom aðallega frá fjölmiðlum en ekki frá danska fólkinu sem var ótrúlega almennilegt við mig. Ég fékk engar þakkir eða virðingu frá handboltaelítunni í Danmörku.“ Guðmundur segist þó eðlilega vera mjög stoltur og ekki síst af þeim mörgu erfiðu ákvörðunum sem hann tók á leikunum á ögurstundu. Ákvarðanir sem leiddu til þess að Danir unnu gullið. Guðmundur vann náið með Wilbek er hann var landsliðsþjálfari. Wilbek réð hann til þess að taka við sér með landsliðið en fór svo að vinna gegn honum. „Ég hef ekki talað við hann né séð hann síðan við vorum á leið heim frá Ólympíuleikunum,“ segir Guðmundur en hvað myndi hann gera ef hann hitti Wilbek í dag? „Það vil ég ekki tjá mig um.“Uppfært klukkan 10:05Í fyrri útgáfu fréttarinnar var svar Guðmundar við síðustu spurningunni ranglega þýtt. Beðist er velvirðingar á því.Guðmundur fagnar ÓL-gullinu í Ríó.vísir/afp
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03
Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27
Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30