Íslenski boltinn

Pétur: Vil sem minnst tjá mig um þetta | Sjáðu lætin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, segir að hann hafi lítinn hug á að tjá sig um það sem gerðist eftir leik Stjörnunnar og FH í Pepsi-deild karla í gærkvöldi.

Pétur fékk að líta rauða spjaldið hjá Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni, dómara leiksins, eftir leikinn í gær sem og þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Davíð Snorri Jónasson, þjálfarar Stjörnunnar.

Eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði tókust þeir Pétur og Brynjar Björn á. Pétur virðist ýta við Brynjari Birni en þeim er svo stíað í sundur.

„Menn voru ósáttir við úrslitin. Það voru einhverjar ýtingar eftir leik,“ sagði Pétur og bætti við: „Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta í fjölmiðlum.“

Óvíst er hvernig aganefnd KSÍ mun taka á málinu en það kemur væntanlega á borð þess á morgun. Pétur gæti átt yfir höfði sér meira en eins leiks bann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×