Íslenski boltinn

Forsætisráðherra leggur orð í belg um jöfnunarmark Stjörnunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. Vísir/Vilhelm
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lét sitt ekki eftir liggja í umræðunni um leik Stjörnunnar og FH á Twitter í gærkvöldi.

Stjarnan skoraði umdeilt jöfnunarmark í uppbótartíma en FH-ingar voru afar ósáttir við að ekki hafi verið dæmt brot á Ólaf Karl Finsen í aðdraganda marksins.

Bjarni var greinilega að fylgjast vel með beinni útsendingu Stöðvar 2 Sports því hann tekur skjáskot úr útsendingunni og bendir á að Ólafur Karl hafi verið á undan Gunnari Neilsen, markverði FH, í boltann.

Eftir umrætt atvik hrökk boltinn út til Hólmberts Arons Friðjónssonar sem skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar.

Stuttu síðar var flautað til leiksloka og sauð þár upp úr. Pétur Viðarsson fékk rautt spjald eftir þau átök og þjálfurum Stjörnunnar, þeim Brynjari Birni Gunnarssyni og Davíð Snorra Jónassyni, vikið sömuleiðis af velli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×