Enski boltinn

Sheffield United á leið í úrvalsdeildina í fyrsta skipti síðan 2007

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sheffield fagnar í dag.
Sheffield fagnar í dag. vísir/getty
Sheffield United er nánast komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir að liðið vann 2-0 sigur á föllnu liði Ipswich í ensku B-deildinni í dag.

Eftir sigurinn er Sheffield komið með 88 stig á toppi deildarinnar. Norwich er einnig með 88 stig en þeir spila síðar í kvöld en Leeds er í öðru sætinu með 82 stig.

Sheffield á einn leik eftir en tapi Leeds stigum á morgun þá eru Sheffield og Norwich komið upp um deild en Norwich getur tryggt sig upp í deild þeirra bestu með sigri á Blackburn í kvöld.

Það þarf rosalega mikið að gerast svo Sheffield tryggi sér ekki sæti í úrvalsdeildinni en hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni.

Staðan:

Sheffield United / 88 stig / 45 leikir / +37 mörk

Norwich / 88 stig / 44 leikir / +34 mörk

Leeds United / 44 leikir / 82 stig / +24 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×