Veður

Hæg­viðri í dag en von á fyrstu haust­lægðinni á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurfræðingur á vakt segir að segja megi að von sé á fyrstu haustlægð landsins á morgun.
Veðurfræðingur á vakt segir að segja megi að von sé á fyrstu haustlægð landsins á morgun. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir að hægviðri víðast hvar í dag en suðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu með suðvesturströndinni. Skýjað verður með köflum, en léttir til norðan- og austanlands er líður á daginn.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu tíu til sautján stig í dag.

Veðurfræðingur á vakt segir að segja megi að von sé á fyrstu haustlægð landsins á morgun. Hitaskil myndist þegar kalt loft mæti heitu yfir Grænlandi, og gangi lægðin yfir landið annað kvöld.

Gular viðvaranir taka þá gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa og gilda fram á laugardag, en gert er ráð fyrir hvassviðri eða stormi með vindi allt að 23 metrum á sekúndu í þessum landshlutum.

Mikilvægt er því að fólk sé viðbúið og hugi að lausamunum og einnig er varað við því að fólk sé á ferð með aftanívagna sem taka á sig mikinn vind þegar veðrið er sem verst. Veðurspár verða endurmetnar þegar líður á daginn.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Vaxandi suðaustanátt, 15-20 m/s með rigningu undir kvöld, en hægari og þurrt norðaustantil. Hiti 10 til 16 stig. Bætir í vind og úrkomu seint um kvöldið.

Á laugardag: Sunnan og suðvestan 10-18 m/s með rigningu, talsverðri á köflum. Skúrir seinnipartinn, en styttir upp norðaustantil. Hiti 12 til 18 stig yfir daginn.

Á sunnudag: Ákveðin sunnanátt með rigningu, en úrkomulítið fyrir norðan og austan. Hiti 8 til 14 stig.

Á mánudag: Suðvestanátt og skúrir, en þurrt að mestu norðan- og austanlands. Hiti 9 til 14 stig.

Á þriðjudag: Suðlæg átt og skýjað með lítilsháttar vætu vestanlands, en bjartviðri fyrir austan.

Á miðvikudag: Útlit fyrir stífa suðlæga átt með rigningu og hlýnandi veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×