Viðskipti innlent

Segja Wok On ekki tengjast mathöllinni og slíta markaðs­sam­starfi

Árni Sæberg skrifar
Borg29 tengist ekki Wok On.
Borg29 tengist ekki Wok On. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn mathallarinnar Borg29 í Borgartúni í Reykjavík segja veitingastaðinn Wok On í Borgartúni ekki tengjast mathöllinni og sé ekki í beinu viðskiptasambandi við Borg29. Fyrirtækin hafi þó verið í markaðssamstarfi, sem hafi nú verið slitið.

Þetta segir í yfirlýsingu mathallarinnar, sem send er í ljósi fréttaflutnings af veitingakeðjunni Wok On. 

Þar segir að Wok On sé sjálfstæður rekstraraðili í Borgartúni 29, sama húsi og Borg29 starfar, og hafi verið starfandi í húsinu áður en Borg29 tók til starfa vorið 2021. Wo kOn hafi eigin leigusamning við eiganda hússins og Borg29 hafi enga milligöngu þar um.

„Wok On í Borgartúni hefur eigið eldhús og vinnuaðstöðu og deilir hvorki eldhúsi, lager né kælum með rekstraraðilum Borg29 á nokkurn hátt.“

Borg29 og Wok On hafi hins vegar átt í samstarfi með markaðsmál þar sem veitingastaðir í Borgartúni 29 eru kynntir. Því samstarfi hafi nú verið slitið.


Tengdar fréttir

Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs

Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti.

Á leið í gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir öllum sex sem handtekin voru í gær. Fallist var á vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við mál Vy-þrifa og tengdra fyrirtækja.

Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi

Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×