Innlent

Felldu úr gildi frið­lýsingu en mátu Mumma ekki van­hæfan

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Guðmundur Ingi friðlýsti Jökulsá á fjöllum þegar hann var umhverfisráðherra 2013. Hæstiréttur hefur ógilt friðlýsinguna en mat svo að Guðmundur hefði ekki verið vanhæfur þrátt fyrir að hafa verið formaður Landverndar áður en hann varð ráðherra.
Guðmundur Ingi friðlýsti Jökulsá á fjöllum þegar hann var umhverfisráðherra 2013. Hæstiréttur hefur ógilt friðlýsinguna en mat svo að Guðmundur hefði ekki verið vanhæfur þrátt fyrir að hafa verið formaður Landverndar áður en hann varð ráðherra. vísir/vilhelm

Hæstirétt­ur hef­ur fellt úr gildi friðlýs­ingu vatna­sviðs Jök­uls­ár á Fjöll­um fyr­ir orku­vinnslu og sneri þar með við ákvörðun Héraðsdóms Aust­ur­lands sem hafði staðfest friðlýs­ing­una. Dómurinn mat fyrrverandi ráðherra ekki vanhæfan vegna fyrri starfa hans hjá Landvernd.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá dómi Hæstaréttar.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, þáver­andi um­hverf­is- og auðlindaráðherra, til­kynnti um friðlýs­ingu svæðis­ins árið 2019 og boðaði friðlýsingar fleiri svæða í kjölfarið. Jökulsá á Fjöllum varð þá fyrsta friðlýsta svæðið í verndarflokki rammaáætlunar sem Alþingi samþykkti 2013.

Land­eig­end­ur Brú­ar 1 og Brú­ar 2 í Múlaþingi áfrýjuðu ákvörðun­inni en á svæðinu hafa verið ráðagerðir um virkjanagerð og hafa Arn­ar­dals­virkj­un og Helm­ings­virkj­un verið nefnd sem virkjanakostir. Báðir kost­ir hafa verið í vernd­ar­flokki sam­kvæmt ramm­a­áætl­un frá ár­inu 2013.

Í dómi Hæsta­rétt­ar seg­ir að gengið hafi verið á lögv­arða hags­muni þeirra sem eiga vatns­rétt­indi á svæðinu og var friðlýs­ing­in því dæmd ógild. Hins veg­ar féllst dómurinn ekki á kröfu land­eig­enda um að Guðmund­ir Ingi hafi verið van­hæf­ur sök­um þess að hann var formaður Land­vernd­ar skömmu áður en ákvörðun var tek­in um friðlýs­ingu.

Íslenska ríkinu er einnig gert að greiða áfrýjendum, Önnu Guðnýju Halldórsdóttur, Stefáni Halldórssyni og Þóreyju Kolbrúnu Halldórsdóttur, hverju fyrir sig samtals 600 þúsund krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×