Innlent

Á­kærður fyrir leyni­lega nektar­mynd í Naut­hóls­vík

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hin meinta háttsemi átti sér stað í búningsklefa Ylstrandarinnar í Nauthólsvík í júlí 2022.
Hin meinta háttsemi átti sér stað í búningsklefa Ylstrandarinnar í Nauthólsvík í júlí 2022. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi með því að taka myndir af öðrum manni þar sem hann baðaði sig nakinn í sturtuklefa Ylstrandarinnar í Nauthólsvík.

Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum, sem gefin var út í vetur. Honum er gefið að sök að hafa, í lok júlí 2022, án samþykkis og vitneskju brotaþola tekið tvær myndir af honum á farsíma sinn þar sem hann baðaði sig nakinn í sturtuklefanum.

Í ákæru greinir að málið teljist varða við 1. málsgrein 199. greinar a. almennra hegningarlaga, en þar segir: 

„Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“

Ákæruvaldið gerir kröfu um að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, auk þess að farsíminn sem notaður hafi verið til verksins verði gerður upptækur.

Af hálfu brotaþola í málinu er gerð einkaréttarkrafa upp á eina milljón króna, auk vaxta og dráttarvaxta. Eins er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað auk virðisaukaskatts. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×