Enski boltinn

Endur­heimtu topp­sætið með mögnuðu marki

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jeremy Sarmiento skoraði sigurmarkið úr liggjandi stöðu á sjöundu mínútu uppbótartíma.
Jeremy Sarmiento skoraði sigurmarkið úr liggjandi stöðu á sjöundu mínútu uppbótartíma. Stephen Pond/Getty Images

Ipswich endurheimti toppsætið í ensku B-deildinni, Championship, með 3-2 sigri gegn Southampton þar sem sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. 

Ipswich komst snemma yfir en gestirnir frá Southampton svöruðu vel og komust sjálfir yfir. Gestirnir voru sterkari aðili leiksins, héldu betur í boltann og allt leit út fyrir sigur þeirra. 

En Nathan Broadhead jafnaði metin með laglegri afgreiðslu, Southampton missti mann af velli og Jeremy Sarmiento tryggði svo sigurinn á sjöundu mínútu uppbótartíma með mögnuðu marki sem má sjá hér fyrir neðan í góðri lýsingu grínistans Hjamma. 

Það var meira um mörk á lokamínútum leiks. Leeds tryggði sér mikilvæg þrjú stig með 3-1 sigri gegn Hull. 

Sam Byram tók forystuna fyrir heimamenn á 9. mínútu en Fabio Carvalho jafnaði á 34. mínútu. Þar sat við þangað til á 88. mínútu þegar Crysencio Summerville skoraði úr vítaspyrnu. Dan James innsiglaði svo sigurinn á sjöundu mínútu uppbótartíma. 

Aðeins sex umferðir eru eftir af deildinni en Leicester á leik til góða. Ipswich vermir efsta sætið með 87 stig og Leeds er í 2. sæti með 86 stig, Leicester þar á eftir með 85 stig. 

Southampton með 74 stig, West Brom með 68 stig og Norwich með 64 stig eru svo í næstu sætum fyrir neðan. 

Efstu tvö lið deildarinnar fara beint upp í ensku úrvalsdeildina. Liðin í 3.–6. sæti mætast í umspili um sæti í úrvalsdeildinni. 


Tengdar fréttir

Leeds missti af toppsætinu

Leeds var í sannkölluðu dauðafæri til að taka toppsætið í ensku B-deildinni tímabundið þegar liði sótti Watford heim en þess í stað slapp liðið með jafntefli á síðustu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×