Neytendur

Stöð 2+ lækkar verð

Boði Logason skrifar
Sigurður Amlín Magnússon, rekstrarstjóri Stöðvar 2, og Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.
Sigurður Amlín Magnússon, rekstrarstjóri Stöðvar 2, og Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2

Frá og með 1. maí næstkomandi mun streymisveitan Stöð 2+ vera aðgengileg viðskiptavinum á lægra verði.

Hægt verður að velja hvort auglýsingar birtast þegar efni í veitunni er spilað eða ekki. Nýtt verð Stöð 2+ með auglýsingum verður 3.990 kr. 

Viðskiptavinir munu áfram geta keypt Stöð 2+ án auglýsinga en verð þeirrar þjónustu verður 5.990 kr. frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu segir að þetta sé fyrirkomulag sem þekkist víða í heimi streymisveitna og sé eðlileg þróun á vörum og þjónustu Stöð 2.

„Það er gríðarleg samkeppni á markaði fyrir afþreyingu, bæði innlend og erlend. Það er okkur því mikil ánægja að geta kynnt til leiks lægri verð og vonandi gert fleirum kost á því að njóta þess gæðaefnis sem er aðgengilegt í Stöð 2+“ segir Sigurður Amlín Magnússon, rekstrarstjóri Stöðvar 2, í tilkynningu.

Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er stolt af því íslenska efni sem hægt er að nálgast á efnisveitunni:

„Eitt af markmiðum Stöðvar 2 er að skara frammúr þegar kemur að framleiðslu á innlendu efni en á efnisveitunni Stöð 2+ má finna á þriðja hundrað íslenskra þáttaraða og við erum með metnaðarfull markmið um að bæta í. Við erum sömuleiðis mjög meðvituð um mikilvægi þess að bjóða upp á fjölbreytt úrval af íslensku barnaefni í bland við talsett gæða barnaefni. Við erum einstaklega stolt af því að vera heimili Skoppu og Skrítlu auk þess að vera með fleiri spennandi verkefni fyrir börn í pípunum“ segir Eva í tilkynningunni.

Stöð 2 og Vísir eru bæði hluti af Sýn hf.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×