Handbolti

Fjór­tán ís­lensk mörk og Mag­deburg á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi var markahæstur allra í kvöld.
Ómar Ingi var markahæstur allra í kvöld. Mario Hommes/Getty Images

Magdeburg vann þriggja marka útisigur á Flensburg í stórleik þýsku úrvalsdeildar karla í handbolta. Segja má að Íslendingarnir í Magdeburg hafi verið áberandi, þá sérstaklega Ómar Ingi Magnússon.

Magdeburg kom sá og sigraði en leiknum lauk með 32-29 sigri gestanna. Ómar Ingi skoraði níu mörk og var markahæstur allra á vellinum. Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk á meðan Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson skoraði einnig tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í liði Flensburg.

Þá skoraði Oddur Gretarsson fjögur mörk þegar Balingen tapaði með fjögurra marka mun fyrir Bergischer á heimavelli, lokatölur 21-25.

Magdeburg lyfti sér á topp deildarinnar með sigri kvöldsins. Er Íslendingaliðið nú með 50 stig að loknum 28 leikjum, stigi meira en Füchse Berlin í 2. sætinu. Flensburg er í 3. sæti með 42 stig á meðan Balingen er í botnsætinu með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×