Enski boltinn

Hjólaði alla leið frá Mongólíu til að sjá United spila

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ochirvaani Batbold fyrir utan Wembley.
Ochirvaani Batbold fyrir utan Wembley.

Stuðningsmaður Manchester United hjólaði alla leið frá Mongólíu til að sjá sína menn spila gegn Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.

United komst áfram eftir vítaspyrnukeppni. Rauðu djöflarnir komust í 3-0 í leiknum en Coventry kom til baka, jafnaði og þeir bláu héldu svo að þeir væru komnir áfram þegar Victor Torp skoraði í uppbótartíma framlengingarinnar. Markið var hins vegar dæmt af vegna afar tæprar rangstöðu.

Alls voru 83.672 á leiknum á Wembley í gær. Einn þeirra kom lengra að en aðrir. Ochirvaani Batbold hjólaði nefnilega alla leið frá Mongólíu á Wembley.

Ferðalag Batbolds tók alls ellefu mánuði en hann lagði mikið á sig til að komast á sinn fyrsta leik með United.

Batbold gleymir honum ekki í bráð enda var leikurinn mikil skemmtun og ótrúlega sveiflukenndur.

United mætir Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar 25. maí næstkomandi.


Tengdar fréttir

„Úrslitin kostuðu Ten Hag starfið“

Jamie Carragher telur að Erik ten Hag verði ekki áfram knattspyrnustjóri Manchester United, þrátt fyrir að hafa komið liðinu í úrslit ensku bikarkeppninnar annað árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×