Handbolti

„Það er ekkert plan B“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Logi er einn af silfurdrengjunum okkar.
Logi er einn af silfurdrengjunum okkar. vísir/getty

Handboltakappinn fyrrverandi Logi Geirsson er í áhugaverðu spjalli við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefanum.

Þar fara þau um víðan völl og meðal annars um markmiðasetningu. Logi segir að íþróttamenn eigi að setja markið hátt og ekki gefa afslátt af kröfum sínum.

„Það er ekkert plan B. Það er bara plan A. Ef það breytist þá er komið nýtt plan A. Ég bý mér ekki til möguleikann ef eitthvað klikkar þá ætla ég að gera eitthvað annað. Hvaða fræjum ertu að sá? Ég fer ekki á vítapunktinn ef eitthvað klikkar. Ég er að fara þangað til að skora,“ segir Logi sem var alltaf til í leggja meira á sig en næsti maður á meðan hann spilaði sem atvinnumaður.

„Ef ég hefði vitað allt sem ég veit í dag, ertu að grínast? Ég hefði orðið bestur í heimi miðað við allt sem ég lagði í þetta. Það komst enginn upp með að gera meira en ég. Ég skaut meira en allir aðrir. Ég fór oftar að lyfta en allir. Ég gerði alls konar. Stundum gerði ég margt vitlaust. Ég fór í bókabúðina og vonaðist eftir að sjá prógram frá Schwarzenegger. Ég leitaði til þín. Þú kenndir mér að nota orkuna rétt. Ég var fljótastur í landsliðinu og líka í Lemgo.“

Hlusta má á þáttinn hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×