Innlent

Hand­teknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykja­víkur­apó­teki

Bjarki Sigurðsson skrifar
Reykjavíkurapótek er við Seljaveg.
Reykjavíkurapótek er við Seljaveg. Vísir/Friðrik Þór

Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 

Ríkisútvarpið greinir frá þessu en mennirnir voru á hlaupum frá vettvangi þegar þeir voru handteknir. Lögreglan var með talsverðan viðbúnað við handtökuna. 

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryf­ir­lög­regluþjónn á höfuðborg­ar­svæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé vitað hvort mennirnir hafi komist á brott með einhvern ránsfeng. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×