Íslenski boltinn

Hundfúll og ýtti ungum KR-krökkum frá sér: „Ekki fal­legt að sjá“

Sindri Sverrisson skrifar
Ungir iðkendur KR vildu fá fimmu frá Guy Smit eftir leik en hann vildi ekki sjá þá.
Ungir iðkendur KR vildu fá fimmu frá Guy Smit eftir leik en hann vildi ekki sjá þá. Stöð 2 Sport

Hollenski markvörðurinn Guy Smit gekk hundfúll af velli eftir tap KR gegn Breiðabliki á sunnudagskvöld, og bandaði frá sér ungum KR-ingum sem vildu þó aðeins fá að gefa honum spaðafimmu.

Um var að ræða fyrsta leik KR í Frostaskjóli þetta sumarið og var vel mætt af bæði ungum sem öldnum. Smit virtist hins vegar engan áhuga hafa á að gefa af sér til ungra iðkenda eftir leikinn og skildi þá eftir vonsvikna eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.

Á þetta var bent í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og sérfræðingar þáttarins voru allt annað en hrifnir af hátterni Smits:

„Mér fannst þetta bara lélegt. Ég tók eftir þessu, eftir leik. Þetta eru bara ungir krakkar að biðja einfaldlega um „five“, líta upp til hans,“ sagði Albert Brynjar Ingason.

„Að ýta krökkum frá og gefa ekki af sér er bara lélegt“

Smit hafði skömmu áður, í leiknum, gert afdrifarík mistök þegar hann kom langt út úr marki sínu og missti boltann til Blika sem skoruðu sitt þriðja mark.

„Hann átti skitu þarna á undan sem gaf mark en fyrir mér er þetta meiri skita. Að ýta krökkum frá og gefa ekki af sér til ungra iðkenda er bara lélegt,“ sagði Albert og Lárus Orri Sigurðsson tók undir: „Þetta er ekki fallegt að sjá.“

Hátterni Smits og umræðu úr Stúkunni má sjá í myndskeiðinu hér að neðan.

Klippa: Stúkan - Guy Smit hunsaði krakkana

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×