Íslenski boltinn

Guy Smit sendir frá sér af­sökunar­beiðni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Krakkarnir umkringdu markvörðinn sem vildi ekkert með þau hafa.
Krakkarnir umkringdu markvörðinn sem vildi ekkert með þau hafa. Stöð 2 Sport

Guy Smit, markvörður KR, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna framkomu sinnar eftir leik KR og Breiðabliks á sunnudagskvöldið.

Hann gekk hundfúll af velli eftir 3-2 tap og sást ýta frá sér ungum KR-ingum sem vildu þó aðeins fá að gefa honum spaðafimmu.

Á þetta var bent í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og sérfræðingar þáttarins voru allt annað en hrifnir af hátterni Smits:

„Mér fannst þetta bara lélegt. Ég tók eftir þessu, eftir leik. Þetta eru bara ungir krakkar að biðja einfaldlega um „five“, líta upp til hans,“ sagði Albert Brynjar Ingason.

Hátterni Smits og umræðu úr Stúkunni má sjá í myndskeiðinu hér að neðan.

Guy Smit hefur nú sent frá sér afsökunarbeiðni á ensku og hún hljómar þannig:

  • Afsökunarbeiðni Guy Smit á ensku:

  • I just saw the clip and apologize too any of those kids and their parents if I misstreated one or another.
  • I was of course disappointed and wanted to quickly thank and apologize the crowd and go inside the lockerroom.
  • -
  • Afsökunarbeiðni Guy Smit á íslensku:

  • Ég var að sjá myndbandið og ég vil biðja alla þessa krakka og foreldra þeirra afsökunar ef ég kom illa fram við þau.
  • Ég var auðvitað vonsvikinn og vildi klára það sem fyrst að þakka áhorfendum fyrir leikinn, biðja þá afsökunar og drífa mig inn í búningsklefa.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×