Íslenski boltinn

Nánast upp­selt á leik kvöldsins

Valur Páll Eiríksson skrifar
Munu Blikar fagna í kvöld?
Munu Blikar fagna í kvöld? Vísir/Hulda Margrét

Starfsmenn Breiðabliks þurftu í dag að bregðast við mikilli eftirspurn fyrir leik liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Uppselt er í stóru stúkuna í Kópavoginum og eru miðar í gömlu stúkuna komnir í sölu.

Rúmir hundrað miðar eru lausir í gestahluta stúkunnar og þá eru um 200 miðar lausir í gömlu stúkuna þegar þetta er skrifað. Gera má ráð fyrir að þeir seljist allir upp og ljóst að áhugasamir þurfa að hafa hraðar hendur.

Breiðablik getur jafnað Víking og FH á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en liðið er með níu stig eftir sigur á KR síðustu helgi. Mikil pressa er á Valsmönnum en stjörnum prýtt lið þeirra situr í níunda sæti með aðeins fimm stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur aðeins skorað þrjú mörk í deildinni það sem af er sumri.

Fyrir þá sem komast ekki að á vellinum í kvöld verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 19:15 en útsending hefst á slaginu 19:00.

Miðasalan er á síðu Stubbs hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×