Körfubolti

Há­vær kyn­lífs­hljóð trufluðu Doncic

Sindri Sverrisson skrifar
Luka Doncic fór á kostum í sigri Dallas í fyrrakvöld en lenti svo í spaugilegum aðstæðum á blaðamannafundi eftir leik.
Luka Doncic fór á kostum í sigri Dallas í fyrrakvöld en lenti svo í spaugilegum aðstæðum á blaðamannafundi eftir leik. Getty/Joshua Gateley

Stutt hlé varð á blaðamannafundi körfuboltastjörnunnar Luka Doncic í fyrrakvöld vegna þess að háværar stunur fóru að heyrast í hátölurunum. Doncic var þó fljótur að slá á létta strengi.

Doncic var að svara spurningum fjölmiðla eftir öflugan 119-110 útisigur Dallas á Oklahoma City Thunder, í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar, þegar kynlífshljóð frá konu heyrðust í hátalarakerfinu og trufluðu fundinn.

Doncic glennti upp augun á meðan hann tók nokkrar sekúndur í að átta sig á hvað væri í gangi, og horfði svo niður á meðan hann reyndi að halda aftur af hlátrinum yfir þessu óvenjulega atviki.

Nokkuð var hlegið í salnum og ekki síður þegar Slóveninn sagði: „Vonandi er þetta ekki að gerast í beinni.“

Bandarískir miðlar segja ekki ljóst úr hvaða tæki stunurnar bárust í hátalarakerfið.

Doncic skoraði 29 stig og tók tíu fráköst í leiknum og Dallas jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Næsti leikur er í Dallas í kvöld en óvíst er hvort og hve mikinn þátt Doncic tekur vegna meiðsla í hné og ökkla.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×