Innlent

Hallur heimtar afsökunarbeiðni

Jakob Bjarnar skrifar
Lögmaður Halls Magnússonar, Sveinn Andri Sveinsson, hefur sent formanni Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð, Sigurði Halli Stefánssyni, bréf hvers efni er „Krafa um afturköllun ummæla og opinbera afsökunarbeiðni“.

Fram hefur komið í fréttum að Hallur ætli í mál við nefndarmenn en nú gefur hann þeim sem sagt kost á að biðjast afsökunar og draga ummælin til baka. Þessi ummæli eru:

„Einnig vekur athygli að Hallur Magnússon, sem á þeim tíma hafði lengi verið starfandi í Framsóknarflokknum, var ráðinn til stofnunarinnar, fyrst sem yfirmaður gæða- og markaðsmála en síðar sem yfirmaður þróunar- og almannatengslasviðs og að lokum sem sviðsstjóri þróunarsviðs. Ekki fæst séð að umrædd staða hafi verið auglýst er Hallur var fyrst ráðinn 1999.

Í bréfinu er bent á að staðan hafi vissulega verið auglýst á hefðbundinni hátt og að ráðningarferlið var í höndum Gallup sem mat Hall hæfastan umsækjenda... „enda Hallur með dýrmæta stjórnunarreynslu sem embættismaður, mikla fjölmiðlareynslu og námsferil sem féll vel að starfinu.“

Þá segir í bréfinu að að „vegna þessara meiðandi ummæla þyki undirrituðum rétt að upplýsa rannsóknarnefndina og náms- og starfsferli umbjóðanda míns:“ Og fram kemur að Hallur er með BA í sagnfræði og þjóðfræði. Hann hlaut hæstu einkunn í Bifröst, í rekstrarfræði og þá lagði hann stund á meistaranám við Háskóla Íslands og Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn í stjórnun og stefnumótun. „Hallur lauk síðari hluta MSc náms í stjórnun og stefnumótun við Hendelhöjskolen í Kaupmannahöfn í júní 1999.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×