Erlent

Kevin Costner flytur ræðu í jarðarför Houstons

Leikarinn Kevin Costner mun flytja ræðu í jarðarför Whitney Houston. Þau léku saman í kvikmyndinni The Bodyguard frá árinu 1992.

Fjölskylda Houstons greindi frá þessu í dag. Þá munu Aretha Franklin og Stevie Wonder syngja í útförinni. Einnig mun tónlistarframleiðandinn Clive Davis halda ræðu en hann er sagður hafa komið Houston á kortið á sínum tíma.

Jarðarförin mun fara fram á laugardaginn næstkomandi. Hún verður haldin í sömu kirkju og Houston söng í sem barn. Whitney fannst látin á hótelherbergi sínu í Beverly Hills um síðustu helgi.

Kevin Costner, sem nú er 57 ára gamall, lék aðalhlutverk kvikmyndarinnar The Bodyguard. Þar var hann í hlutverki leyniþjónustumanns sem fær það verkefni að vernda heimsfræga söngkonu sem leikin var af Whitney Houston. Persóna Costners verður á endanum ástfangin af söngkonunni. Houston söng lagið „I Will Always Love You" eftir Dolly Parton í kvikmyndinni.

The Bodyguard naut gríðarlegra vinsælda þegar hún kom út árið 1992 og þénaði rúmlega 400 milljónir dollara.

Hér að ofan má sjá brot úr kvikmyndinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×