Lífið

Langerfiðasta meðgangan

Glamúrfyrirsætan Katie Price gengur nú með sitt fjórða barn og segir þessa meðgöngu vera þá erfiðustu sem hún hefur gengið í gegnum.

“Þetta er langerfiðasta meðgangan mín. Ég glími við fullt af vandamálum og ég er mun þyngri en ég var á fyrri meðgöngum. En þetta er í fjórða sinn sem ég geri þetta þannig að ég veit við hverju ég á að búast,” segir Katie en nýjasti fjölskyldumeðlimurinn verður fyrsta barn hennar og núverandi eiginmanns hennar, Kieran Hayler.

Bíða eftir barninu.
“Ég er ólétt, ekki veik. Ég hef kvartað aðeins á þessari meðgöngu því ég hef glímt við vandamál en það þýðir samt ekki að ég geti þetta ekki,” segir Katie sem á fyrir soninn Harvey, ellefu ára, með knattspyrnukappanum Dwight York og soninn Junior, sjö ára, og dótturina Princess, fimm ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum Peter Andre.

Fyrri meðgöngur voru auðveldari.
Hjónakoss.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.