Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Rómverjar byrja á naumum sigri

Roma fór með 1-0 sigur af hólmi þegar liðið sótti Salernitana heim í fyrstu umferð ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hallgrímur: Við erum bara í þessari toppbaráttu

Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn ÍA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Arnar Grétarsson, aðalþjálfari liðsins, tók út sinn annan leik af fimm leikja banni sem hann hefur verið dæmdur í.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi: Þegar maður heyrir áhuga þá reikar hugurinn eitthvað

KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrjú íslensk mörk fyrir Sogndal

Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Sogndal í 4-0 sigri liðsins gegn Mjøndalen. Valdimar Þór Ingimundarson var einnig á meðal markaskorara hjá Sogndal. 

Fótbolti
Fréttamynd

Þægilegur sigur Bayern München

Bayern München er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku efstu deildinni í fótbolta karla. Liðið vann Wolfsburg með tveimur mörkum gegn engu á Allianz Arena. 

Fótbolti
Fréttamynd

Íslenskir sigrar í Skandinavíu

Örebro og Piteå, Íslendingaliðin í Svíþjóð unnu bæði sigur í leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma vann Rosenborg, lið Selmu Sól Magnúsdóttur, 0-2 sigur á útivelli gegn Kolbotn.

Fótbolti
Fréttamynd

Tekst Mourinho að skáka röndóttu liðunum úr Norðrinu?

Hitabylgja gekk yfir landið, ríkisstjórnin féll og Íslendingar hrönnuðust á helstu ferðamannastaðina. Með öðrum orðum eru þetta nokkuð hefðbundnir sumarmánuðir sem líða undir lok á Ítalíu um helgina. Á mánudaginn 15. ágúst halda Ítalír hátíðlegan svokallaðan Ferragosto – dag sem markar upphaf tveggja vikna sumarleyfis heimamanna. Hitinn lækkar niður í þolanlegar tölur og farið er að hægja á ferðamannastraumnum þetta árið. Þessi helgi markar þó einnig upphaf tímabilsins í ítölsku A deildinni með heilli umferð sem hófst á leik ríkjandi meistara AC Milan gegn Udinese á stærsta sviðinu – La Scala knattspyrnunnar, San Siro.

Fótbolti
Fréttamynd

Arteta: Aldrei upplifað annað eins

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði stuðningsmönnum liðsins í hástert eftir 4-2 sigur Arsenal á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var fyrsti leikur Arsenal á heimavelli á þessu leiktímabili.

Enski boltinn
Fréttamynd

De Gea: Þetta var mér að kenna

David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Róbert hafði betur í Íslendingaslag MLS

Róbert Orri Þorkelsson og liðsfélagar hans í CF Montreal höfðu betur gegn Houston Dynamo, þar sem Þorleifur Úlfarsson leikur, í Bandarísku MLS deildinni í nótt. Montreal vann leikinn 3-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney hrósar Guðlaugi Victori í hástert

Wayne Rooney, þjálfari MLS-liðsins í fótbolta karla, DC United segir að Guðlaugur Victor Pálsson muni koma með leiðtogahæfileika sem liðið vanti inn á völlinn þegar hann þreytir frumraun sína. 

Fótbolti
Fréttamynd

Góð byrjun Galtier hjá PSG - Neymar á skotskónum

Paris Saint-Germain fer vel af stað undir stjórn Christophe Galtier en liðið vann sannfærandi 5-2 sigur þegar liðið fékk Montpellier í heimsókn á Parc des Princes í annarri umferð frönsku efstu deildarinnar í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Lukaku skoraði í endurkomu sinni

Inter Milan lagði Lecce að velli með tveimur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á Stadio Via del Mare í fyrstu umferð ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan hóf titilvörninina vel

AC Milan varð ítalskur meistari í fótbolta karla á síðasta tímabili hóf titilvörn sína þegar liðið fékk Udinese í heimsókn í fyrstu umferð deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Daði kom inná í jafntefli

Jón Daði Böðvarsson spilaði um það bil hálftíma þegar lið hans, Bolton Wanderers, gerði markalaust jafntefli við Port Vale í ensku C-deildinni í fótbolta karla í dag. 

Fótbolti