Fréttir

Fréttamynd

14 hundar og 3 kettir á heimili á Akra­nesi

Það er líf og fjör á heimili á Akranesi alla daga því þar eru fjórtán hundar og þrír kettir. Höfðingi hópsins er tíkin Korka, sem er með níu hvolpa á spena. Sjálf á hún fjórar þeirra en hina fimm tók hún að sér frá annarri tík, sem var svo veik að hún gat ekki hugsað um hvolpana sína.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leit ekki borið árangur

Leit hélt áfram í dag að manni sem er talið að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand í gær. Leitin skilaði ekki árangri.

Innlent
Fréttamynd

Vilja breyta lögum um öku­skír­teini

Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum þar sem lagt er til að gildistími ökuskírteina þeirra sem eru 65 ára og eldri verði lengri.

Innlent
Fréttamynd

Ekki endi­lega viss um að af­sögn hafi verið nauð­syn­leg

Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag þar sem Halla Tómasdóttir forseti mun veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra og nýr ráðherra Flokks fólksins verður tilkynntur. Stjórnmálafræðingur dregur í efa að afsögn hafi verið nauðsynleg.

Innlent
Fréttamynd

Sonurinn opnar sig um mál for­eldranna

Sonur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við málið sem hefur orðið til þess að hún sagði af sér. Móðir hans hafi verið máluð upp sem skrímsli.

Innlent
Fréttamynd

„Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“

Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af.

Innlent
Fréttamynd

Út­skrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi

Allir þrettán einstaklingarnir sem handteknir voru í tengslum við hópslagsmál og stunguárás í miðbæ Reykjavíkur hafa verið látnir lausir. Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús eftir stunguárásina og hafa þeir báðir verið útskrifaðir.

Innlent
Fréttamynd

Leita á­fram við Kirkju­sand

Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Innlent