14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Það er líf og fjör á heimili á Akranesi alla daga því þar eru fjórtán hundar og þrír kettir. Höfðingi hópsins er tíkin Korka, sem er með níu hvolpa á spena. Sjálf á hún fjórar þeirra en hina fimm tók hún að sér frá annarri tík, sem var svo veik að hún gat ekki hugsað um hvolpana sína. Innlent 23.3.2025 20:05
Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Helsti andstæðingur Tyrklandsforseta hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í höfuðborginni undanfarnar nætur. Erlent 23.3.2025 19:57
Leit ekki borið árangur Leit hélt áfram í dag að manni sem er talið að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand í gær. Leitin skilaði ekki árangri. Innlent 23.3.2025 19:49
Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Innlent 23.3.2025 18:33
Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Tveir ríkisráðsfundir munu fara fram á Bessastöðum í dag. Fyrirhugað er að fyrri fundurinn muni hefjast klukkan 15 en sá síðari fimmtán mínútum síðar. Innlent 23.3.2025 14:43
Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. Innlent 23.3.2025 14:05
Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Forseti Íslands er vön ýmsum sveitastörfum því hún var í sveit í Skagafirði, sem barn og unglingur þar sem hún lærði meðal annars að strokka smjör, búa til skyr og hún sá um að gefa hænunum alla matarafganga af bænum. Innlent 23.3.2025 14:04
Vilja breyta lögum um ökuskírteini Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum þar sem lagt er til að gildistími ökuskírteina þeirra sem eru 65 ára og eldri verði lengri. Innlent 23.3.2025 13:49
Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag þar sem Halla Tómasdóttir forseti mun veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra og nýr ráðherra Flokks fólksins verður tilkynntur. Stjórnmálafræðingur dregur í efa að afsögn hafi verið nauðsynleg. Innlent 23.3.2025 12:55
Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Sonur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við málið sem hefur orðið til þess að hún sagði af sér. Móðir hans hafi verið máluð upp sem skrímsli. Innlent 23.3.2025 12:49
„Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af. Innlent 23.3.2025 12:31
Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Allir þrettán einstaklingarnir sem handteknir voru í tengslum við hópslagsmál og stunguárás í miðbæ Reykjavíkur hafa verið látnir lausir. Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús eftir stunguárásina og hafa þeir báðir verið útskrifaðir. Innlent 23.3.2025 12:24
Búið að slökkva eldinn Búið er að slökkva eld sem kom upp á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Innlent 23.3.2025 12:15
Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Guðmundur Ingi Kristinsson er sagður taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra af Ásthildi Lóu Þórsdóttur á ríkisráðsfundi klukkan 15:15. Farið verður yfir stöðuna með stjórnmálafræðingi í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Innlent 23.3.2025 11:47
Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Leiðtogafundur ISTP 2025 hefst á morgun mánudag og stendur til miðvikudags. Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og Education International standa að fundinum, en 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa. Innlent 23.3.2025 11:36
Guðmundur sagður taka við keflinu Guðmundur Ingi Kristinsson mun taka við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem barna- og menntamálaráðherra. Innlent 23.3.2025 11:12
Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 23.3.2025 09:58
Leita áfram við Kirkjusand Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar. Innlent 23.3.2025 09:44
Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Slökkviliðinu gengur vel að ráða niðurlögum elds á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Mikinn reyk lagði yfir Hafnarfjörð vegna eldsins. Innlent 23.3.2025 09:21
Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Annasamasta ár Hæstaréttar frá breytingu á dómstólakerfinu var í fyrra. Forseti réttarins segir nóg að gera og af og frá að dómarar við réttinn séu of margir. Þó segist hann ekki gera athugasemdir við afnám handhafalauna og sérlífeyriskjara hæstaréttardómara. Innlent 23.3.2025 09:00
Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Dálítil lægð gengur austur yfir landið fyrri part dags, segir í textaspá Veðurstofunnar. Þar segir að þar af leiðandi verði áttin breytileg, fremur hægur vindur og rigning, slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum. Veður 23.3.2025 07:58
Tvær konur slógust í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld eða nótt afskipti af tveimur konum. Þær munu hafa verið í slagsmálum fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Fréttir 23.3.2025 07:28
„Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands segir duttlunga Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, hafa gert það að verkum að einn stærsti fréttaviðburður síðustu áratuga, tæming Grindvíkinga á húsum sínum, var nánast ekkert ljósmyndaður. Slík embættisafglöp megi ekki endurtaka sig. Innlent 23.3.2025 00:23
Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Facebook hefur samþykkt að hætta að beina einstaklingsmiðuðum auglýsingum með notkun persónuupplýsinga að breskri konu eftir að hún lögsótti móðurfélagið Meta fyrir að stunda beina markaðssetningu. Erlent 22.3.2025 23:12
Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. Innlent 22.3.2025 22:03