Fréttamynd

Hræddur um að McIlroy klúðri málunum

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús kveðst smeykur um að Rory McIlroy fari á taugum á lokadegi Masters-mótsins í golfi. Sá norður-írski er með tveggja högga forystu fyrir lokahring mótsins og seilist eftir langþráðum sigri.

Golf

Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Dag­skráin í dag: Masters, Besta, Bónus, For­múlan og NBA 360

Stífa dagskrá má finna á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan sunnudaginn. Nóg er um að vera á mörgum vígstöðum; lokadagur Masters, önnur umferð Bestu deildar karla, úrslitakeppni Bónus deildar kvenna, Formúla 1 og öll lokaumferðin í NBA, meðal annars. 

Sport
Fréttamynd

„Hann hefði getað fót­brotið mig“

Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, vill meina að Christian Norgaard, varnarmaður Brentford, hefði átt að fá rautt spjald fyrir tæklingu sem átti sér stað í 1-1 jafntefli liðanna fyrr í dag. Norgaard fékk gult spjald fyrir og segir engan illan ásetning að baki.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern

Bayern Munchen og Borussia Dortmund gerðu 2-2 jafntefli í 29. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Öll fjögur mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Bæjarar voru með sigur í hendi sér en þurftu að sætta sig við eitt stig eftir óvænt mark varnarmannsins Waldemars Anton.

Fótbolti
Fréttamynd

Skytturnar skildu jafnar við Bý­flugurnar

Arsenal og Brentford gerðu 1-1 jafntefli í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal tók forystuna en fékk á sig jöfnunarmark skömmu síðar og situr nú tíu stigum á eftir toppliði Liverpool, sem á leik til góða gegn West Ham á morgun.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ari og Arnór mættust á miðjunni

Ari Sigurpálsson og Arnór Ingvi Traustason mættust á miðjunni í leik Elfsborg og Norrköping, sem lauk með 2-0 sigri Elfsborg í þriðju umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Jason skoraði í svekkjandi jafn­tefli

Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Grimsby í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Harrogate. Grimsby er í sjöunda sætinu og vill alls ekki detta neðar í League Two deildinni síðustu fjórar umferðirnar.

Enski boltinn