Innlent

Sérstakur saksóknari: Þetta er nokkuð stór rannsókn

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gefur ekki upp hvort fleiri verði handteknir vegna rannsóknar embættisins á málefnum Vátryggingafélags Íslands. Um nokkuð stóra rannsókn sé að ræða. Grunur lék um brot á lögum um vátryggingarstarfsemi og umboðssvik vegna umdeildra lánveitinga.

Fjórir voru handteknir þegar embættið framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum VÍS, Vátryggingafélags Íslands, síðdegis í dag. Fjármálaeftirlitið vísaði málum tengdum Vís til sérstaks saksóknara á dögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason sem var forstjóri Exista, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS. Hann lét af starfi nýlega. Húsleit var jafnframt gerð hjá VÍS og Existu í dag vegna málsins. Guðmundur og Erlendur hafa hafa verið látnir lausir.

Ólafur Þór segir rannsóknina á frumstigi. „Þetta er nokkuð stór rannsókn hvað varðar fjárhæðir eins eru nokkuð mörg tilvik sem þarf að fara ofan í saumana á og finna út hvernig fjármunum þessa félags var fjármunað."

Stutt er síðan viðskiptahættir í VÍS voru gagnrýndir í skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton vann fyrir Fjármálaeftirlitið. Guðmundur Örn Gunnarsson lét af störfum sem forstjóri VÍS eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði um að hann væri ekki hæfur til að gegna stöðunni áfram.

Í skýrslunni komu fram ýmsar aðfinnslur á lánveitingar VÍS til móðurfélags VÍS, Existu, starfsmanna VÍS og annarra innan Exista samstæðunnar. Í kjölfar þess að skýrslan var gerð kærði Fjármálaeftirlitið nokkur lögbrot í rekstri VÍS frá áðurnefndu tímabili til embættis sérstaks saksóknara.

-----------------------

Viðbót: Í þessari frétt var upphaflega fullyrt að Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri hefði verið handtekinn. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á því.


Tengdar fréttir

Guðmundur og Erlendur látnir lausir

Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstjóri Existu, hafa verið látnir lausir úr haldi lögreglu. Þeir voru færðir til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag vegna rannsóknar embættisins á lánveitingum VÍS á árunum 2007-2009.

Sérstakur saksóknari gerði húsleit í VÍS

Sérstakur saksóknara hefur gert húsleit í höfðuðstöðvum VÍS og Exista. Húsleitin var gerð í kjölfar rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum lánveitingum út úr félaginu á árunum 2007 - 2009. Starfsfólk félagsins vinnur með embættinu að gagnaöfluninni. Skammt er

Fjórir menn handteknir í tengslum við húsleit

Fjórir menn voru handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum VÍS í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason, sem var forstjóri Existu, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×