Innlent

Svartur á leik frumsýnd í Rotterdam

Íslenska kvikmyndin Svartur á leik verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam sem hefst í lok mánaðarins að því er fram kemur á kvikmyndavefnum Hollywood Reporter. Þar keppir hún í flokki mynda sem eru allar eru frumraunir leikstjóranna.

Myndin er byggð á skáldsögu Stefáns Mána og er í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Það vekur athygli í Hollywood að á meðal framleiðenda er danski leikstjórinn Nicholas Winding Refn, sem sló í gegn þar í borg í fyrra með myndinni Drive. Svartur á leik verður frumsýnd hér á landi í mars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×