Frakkland

Fréttamynd

Le Pen viðurkennir ósigur

Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Mikil­­vægustu kosningar fyrir Evrópu­­sam­bandið í langan tíma

Emmanuel Macron Frakk­lands­­for­­seti freistar þess í dag að ná endur­­­kjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðana­kannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórn­­mála­­fræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir fram­­tíð Evrópu­­sam­bandsins.

Erlent
Fréttamynd

Macron eykur forskot sitt á Le Pen

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, virðist vera að stinga Marine Le Pen, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum, af samkvæmt könnunum. Frakkar kjósa á milli þeirra á sunnudaginn næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Cinema Para­diso-leikarinn Jacqu­es Perrin látinn

Franski leikarinn og leikstjórinn Jacques Perrin er látinn, áttatíu ára að aldri. Hann er einna helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk hins fullorðna Salvatore í myndinni Cinema Paradiso frá árinu 1988.

Menning
Fréttamynd

Skoða meint misferli Le Pen viku fyrir kosningar

Saksóknarar í Frakklandi segja að þeir séu nú að fara yfir skýrslu þar sem Marine Le Pen og aðrir flokksmeðlimir í Franska þjóðarflokknum eru sökuð um að hafa misnotað fjármuni Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen

Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 

Erlent
Fréttamynd

Frakkar færast nær því að velja sér forseta

Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017.

Erlent
Fréttamynd

Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir

Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni.

Erlent
Fréttamynd

Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga

„Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Skemmtilegir hlutir til að gera í París

Nú eru eflaust margir farnir að skipuleggja ferðalög og velta fyrir sér næsta áfangastað. Parísarborg er þekkt fyrir að vera einhvers konar miðja ástar og rómantíkur. Þangað fer fólk meðal annars til að trúlofast og vera ofur rómó. Þrátt fyrir krafta ástarinnar er alls ekki nauðsynlegt að gestir borgarinnar séu ástfangnir þegar farið er til Parísar þar sem borgin býður upp á endalaus ævintýri og lífið er bókstaflegt listasafn í París.

Ferðalög
Fréttamynd

Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa

Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Samstarfsmaður Epstein fannst látinn í fangaklefa

Franski tískumógúllinn Jean-Luc Brunel fannst látinn í fangaklefa sínum í París í gær. Brunel var náinn vinur bandaríska auðkýfingins og kynferðsibrotamannsins Jeffrey Epstein. Hafði Brunel verið handtekinn í tengslum við rannsókn franskra yfirvalda á kynferðisbrotum Epstein.

Erlent
Fréttamynd

Ósammála um hvað Pútín sagði

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt,

Erlent
Fréttamynd

Var­að­i við kjarn­ork­u­stríð­i í Evróp­u

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna.

Erlent
Fréttamynd

Vonarstjarna Frakka lést eftir skíðaslys

Franski leikarinn Gaspard Ulliel, vonarstjarna í franskri kvikmyndagerð og stjarna í Moon Knight þáttum Marvel sem frumsýndir verða í mars, er látinn eftir skíðaslys. AFP fréttaveitan greinir frá.

Lífið
Fréttamynd

Metfjöldi látinna í Ástralíu og álagið eykst víða

Aldrei hafa fleiri Ástralar dáið vegna Covid-19 en gerðu í dag. Alls dóu 77 vegna faraldursins en það er nýtt met. Gamla metið var 57 og var það sett á síðasta fimmtudag. Faraldurinn er í töluverðri uppsveiflu víða um heim en mikil fjölgun smitaðra vegna ómíkorn-afbrigðisins hefur aukið álag á heilbrigðiskerfi.

Erlent