Suðurnesjabær

Fréttamynd

K64 – ný fram­tíðar­sýn fyrir Suður­nesin

Suðurnesin eru einstakur staður með einstök tækifæri til uppbyggingar íbúum svæðisins og Íslendingum öllum til heilla. Nálægðin við langstærsta farþega- og fraktflugvöll landsins, fyrsta flokks hafnaraðstaða, aðgengi að grænni orku og fjölbreytt og fjölmennt samfélag dugmikils fólks skapar möguleika sem ekki eru til annars staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Breyta ál­vers­byggingu í Helgu­vík í „grænan iðn­garð“

Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í „grænan iðngarð“. Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tryggjum fæðuöryggi þjóðar

Nær sjaldan í seinni tíð hefur fæðuöryggi skipt okkur íslendinga meira máli eins og nú, ófriður í evrópu vegur þar þungt í umræðunni, víða eru menn farnir að finna fyrir vöruskorti og hækkandi verði á allri hrávöru.

Skoðun
Fréttamynd

„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“

Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 

Innlent
Fréttamynd

„Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“

Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi

Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19.

Innlent
Fréttamynd

HS Orka eykur fram­leiðslu­getu á Reykja­nesi

HS Orka hefur hafið vinnu við stækkun orkuversins í Svartsengi. Í orkuverinu verður ein framleiðslueining sem mun koma í stað nokkurra eldri véla og búnaðar. Með að nýta gufu sem áður fór í eldri vélar eykst framleiðslugetan og viðhalds- og framleiðslukostnaður lækkar. Þá er gert ráð fyrir því að með stækkuninni verði hægt að ná betri nýtingu úr auðlindinni í Svartsengi í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Öllu flugi Icelandair af­lýst

Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum sem fara átti í kvöld og í nótt. Um er að ræða ellefu ferðir til Norður-Ameríku, eina til Kaupmannahafnar og eina til Lundúna.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­nes­braut lokuð í sólar­hring

Reykjanesbraut verður lokað í kvöld á kaflanum frá Grindavíkurvegi og í átt að Hafnarfirði vegna malbiksframkvæmda. Veginum verður lokað klukkan 20 í kvöld og er áætlað að opnað verði á ný klukkan 20 annað kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tvö sveitarfélög reka enn ljósabekki

Tvö sveitarfélög reka ljósabekki ef marka má nýjustu talningu Geislavarna ríkisins á ljósabekkjum á landinu. Sérfræðingur segir bekkina geta verið gríðarlega hættulega og áhyggjuefni ef notkun þeirra er að aukast meðal ungs fólks.

Innlent
Fréttamynd

Í bann fyrir rasisma á Ólafsfirði

Ivan Jelic, markvörður Reynis Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann eftir ljót ummæli sem hann lét falla í garð andstæðings í 8-3 tapinu gegn KF í 2. deildinni í fótbolta fyrr í þessum mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Um Sigur­fara, Blá­tind, Aðal­björgina og Maríu Júlíu

Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann.

Skoðun
Fréttamynd

Björguðu manni úr sjónum við Garð

Björgunarsveitin Ægir í Garði fékk í morgun útkall vegna manns sem talið var að væri í sjónum. Björgunarsveitin fann manninn heilan á húfi og var honum komið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Frá­bær bak­falls­spyrna í Garði - mynd­skeið

Jóhann Þór Arnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Víði Garði þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við KFG í leik liðanna í 3. deild karla í fótbolta í Garði í gær. Sjón er sögu ríkari en myndskeið af markinu má sjá í þessari frétt. 

Fótbolti
Fréttamynd

Tókst að bjarga Sindra GK í Sand­gerðis­höfn

Slökkvilið á Suðurnesjum var kallað út eftir að tilkynnt var um að báturinn Sindri GK væri að sökkva í Sandgerðishöfn í gærkvöldi. Tókst þeim að dæla sjó úr bátnum og koma þannig í veg fyrir að báturinn sykki.

Innlent