Árborg

Fréttamynd

Loksins fékk Svf. Ár­borg bingó!

Á dögunum bárust þær fréttir að Svf. Árborg hefði selt land undir íbúabyggð fyrir 1,2 milljarða, 1.200 mkr. Það er óhætt að segja að sveitarfélagið hafi dottið í lukkupottinn með þeirri sölu. Um var að ræða 17,5ha af landi í Björkurstykkinu (Stekkjahverfi).

Skoðun
Fréttamynd

Sex inn­brot inn á heimili í Ár­borg

Lögreglunni á Suðurlandi hefur fengið tilkynningu um sex innbrot inn á heimili í Árborg í desember síðastliðnum og það sem af er janúar. Þar af voru þrjú þeirra á gamlárskvöld og nýársdagsmorgun. Svo virðist sem að í flestum tilfellum hafi verið að ræða þjófnaði á skartgripum og reiðufé. Málin eru í rannsókn hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi en enginn hefur verið handtekinn vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Undur jólanna!

Jólunum er lokið. Sennilega lauk þeim fyrir þó nokkru síðan hjá allflestum. En miðað við hina klassísku 13 jóladaga lauk jólahátíðinni formlega á laugardaginn var, á þrettándanum

Skoðun
Fréttamynd

Forystukindin Mæja og mandarínurnar hennar

Forystukindin Mæja á Eyrarbakka er engin venjuleg kind því það sem henni þykir best að borða eru mandarínur, helst með berkinum og svo er hún líka hrifin af allskonar grænmeti.

Lífið
Fréttamynd

Ára­mótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrar­bakka en engin í Kópa­vogi

Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur.

Innlent
Fréttamynd

Hólm­fríður óttaðist um líf sitt

Hólmfríður Magnúsdóttir, þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í fótbolta frá upphafi, kveðst hafa verið mjög hætt komin vegna veikinda í byrjun þessa árs. Hún hafði varla þrek til að labba fyrst eftir veikindin en hefur nú endurheimt heilsuna.

Fótbolti
Fréttamynd

Jólahús á Sel­fossi myndað í gríð og erg

Eitt glæsilegasta jólaskreyttahús landsins er við þjóðveg númer eitt, eða við Austurveg á Selfossi þar sem ekið er í gegnum bæjarfélagið. Eigandi hússins kippir sér ekki upp við það þó að húsið sé myndað í gríð og erg og segir í sama orðinu að hún vilji gera Selfoss að jólabæ Íslands.

Jól
Fréttamynd

Til­boð upp á 1,2 milljarð í 17,5 hektara land á Sel­fossi

Sveitarfélagið Árborg auglýsti nýlega 17,5 hektara land til sölu í svokölluðu Björkurstykki á Selfossi en tilboðin voru opnuð nú síðdegis. Um er að ræða vel staðsett land, sem er ætlað undir íbúðabyggð. Landið er ekki deiliskipulagt en fyrirliggjandi eru deiliskipulagstillögur frá nóvember 2021. Þær tillögur gera ráð fyrir allt að 296 íbúða byggð en hugmyndir eru uppi um að fjöldi íbúða á landinu geti orðið allt að 360.

Innlent
Fréttamynd

Kostar 3.000 krónur að vera of seinn að sækja krakkann

Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni

Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl.

Innlent
Fréttamynd

Bók um blæðingar „líka fyrir okkur karlpungana til að lesa“

Bóksali á Suðurlandi er viss um að jólin verði góð jólabók en viðurkennir þó að lestur jólabóka hafi minnkað og þar kennir hann snjallsímunum um. Bóksalinn gefur út 30 bækur fyrir jólin, meðal annars bók um blæðingar kvenna, sem hefur nú þegar verið tilnefnd til verðlauna.

Lífið
Fréttamynd

Sund­laugin mjög illa farin

Sundlaugin á Stokkseyri er mjög illa farin og er ljóst að ráðast þarf í umfangsmiklar viðferðir á kari laugarinnar. Skipta þarf um allar hliðar á lauginni ásamt botni og dúk.

Innlent
Fréttamynd

Maður grunaður um mann­dráp ekki lengur í far­banni

Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á þessu ári, sætir ekki lengur farbanni. Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri hús byggð í nýja mið­bænum á Sel­fossi

Framkvæmdir við annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi eru að fara af stað eftir að byggingafulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti byggingaráform Sigtún Þróunarfélags á lóðinni við Eyraveg 3-5 við hlið Mjólkurbúsins.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn mann­dráps­málsins á Sel­fossi á loka­metrunum

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann.

Innlent
Fréttamynd

Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út

Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur af fjórum sleppt úr haldi

Tveimur mönnum, sem handteknir voru vegna stunguárásar í Grafarvogi í morgun, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Tveir eru enn í haldi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhaldskröfu yfir þeim.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara rétt að byrja“

Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni.

Innlent