Breiðablik

Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Breiða­blik - Gent 2-3 | Breiða­blik var leyft að dreyma en sigurinn kom ekki í kvöld

Breiðablik þurfti að lúta í gras fyrir Gent í fjórða leik sínum í Sambandsdeild Evrópu fyrr í kvöld 2-3. Breiðablik var einu marki yfir í hálfleik og það var verðskuldað eftir að Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö keimlík mörk af stuttu færi. Gent kláraði verkefnið síðan í seinni hálfleik en Gift Orban skoraði öll mörk gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikar mæta sterku liði Gent í kvöld: „Getum alltaf gefið al­vöru leik“

Höskuldur Gunn­laugs­son, fyrir­liði karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta er spenntur fyrir leik liðsins gegn Genk í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu í Belgíu í kvöld. Hann segir Blika stefna að sigri og hrósar því hvernig þjálfara­t­eymi liðsins hefur staðið að undir­búningi þess fyrir þennan mikil­væga leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hreint út sagt al­gjör mar­tröð“

Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

UEFA hafnaði beiðni Blika og KSÍ: „Það eru á­­kveðin von­brigði“

Evrópska knatt­spyrnu­sam­bandið (UEFA) hafnaði sam­eigin­legri beiðni knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks og KSÍ um að færa síðasta heima­leik liðsins í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu út fyrir land­steinana. For­maður knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks, Flosi Ei­ríks­son, segir höfnun UEFA vissu­lega von­brigði. Hann treystir þó á að Laugar­dals­völlur verði í leik­hæfu á­standi er Breiða­blik tekur á móti Mac­cabi Tel Aviv í lok nóvember.

Fótbolti
Fréttamynd

Nik tekur við Blikum

Nik Chamberlain hefur látið af störfum sem þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hann er í þann mund að taka við sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kipptu fingrinum í lið í miðjum leik

Everage Richardsson var besti maður Breiðabliks sem tapaði fyrir Hetti í Subway-deildinni á fimmtudag. Everage hélt áfram að spila þrátt fyrir að hafa farið úr lið á fingri.

Körfubolti
Fréttamynd

Ívar Ásgrímsson: Mun bjartsýnni en fyrir viku

Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðs Breiðabliks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með framfarir síns liðs í annarri umferð tímabilsins þótt liðið tapaði 80-73 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Í fyrstu umferðinni steinlá liðið gegn Haukum, 83-127 á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Viðar Örn: Buðum hættunni heim

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var ánægður með að hafa unnið Breiðablik 80-73 á Egilsstöðum í kvöld þótt frammistaða liðsins væri ekki góð. Höttur spilaði vel fyrsta kortérið og var þá komið með 10 stiga forskot en hrökk síðan í baklás. Það bjargaði sér svo í síðasta leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Óskar Hrafn hættur störfum sem þjálfari Breiðabliks

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tilkynnt starfslok sín hjá Breiðablik. Hann óskaði þess sjálfur að klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með félaginu en var tilkynnt á föstudag að svo yrði ekki og hann myndi láta af störfum eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni. 

Íslenski boltinn