Stjarnan

Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Þór Þorl.- Stjarnan 98-92 | Þór með frá­bæra endur­komu gegn Stjörnunni sem skilaði sigri

Þór Þorlákshöfn innbyrti sigur á móti Stjörnunni, 98-92, í lokaleik þrettándu umferð Subway deildar karla í körfubolta þegar liðin leiddu saman hesta sína í Iceland Glacier-höllina í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn höfðu haft betur í sjö síðustu deildarleikjum sínum á móti Stjörnumönnum og héldu hreðjartaki sínu á Garðbæingnum áfram.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég held að þetta sé liðið til að vinna“

Arnar Guðjónsson tapaði tvo daga í röð gegn Njarðvík þessa helgina. Fyrst í gær með karlaliðið og nú aftur í dag með kvennaliðið en Njarðvík vann leikinn í dag nokkuð örugglega, lokatölur 60-79. Arnar var nú samt nokkuð léttur og sagði Njarðvíkinga alltaf vera velkomna í Garðabæinn þegar hann var spurður hvort þeim yrði boðið á Þrettándagleðina í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Stór­leikir í 8-liða úr­slitum bikarsins

Bikarmeistarar síðustu tveggja ára í körfubolta karla, Valur og Stjarnan, mætast í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins í næsta mánuði. Haukakonur, sem unnið hafa bikarinn þrjú ár í röð, fengu heimaleik gegn toppliði Subway-deildarinnar, Keflavík.

Körfubolti
Fréttamynd

Stóru dagarnir sem breyttu Garða­bæ í körfuboltabæ

Garðabær á heldur betur sviðið í kvöld þegar fyrsta grannaglíma Garðabæjar í sögunni fer fram í Umhyggjuhyggjuhöllinni. Það er von á fullt af fólki og flottum leik þegar Stjarnan tekur á móti Álftanesi í lokaleik níundu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta.

Körfubolti