ÍA

Fréttamynd

Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri

Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikur ÍA og KR fer fram í næstu viku

Frestaður leikur ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta hefur verið dagsettur á miðvikudaginn næsta, 25. ágúst. Leikurinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna kórónuveirusmits í röðum KR-inga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik ÍA og KR frestað vegna smitsins

Leik ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta sem átti að fara fram á sunnudaginn kemur hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem greindist í röðum KR-inga í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóhannes Karl: Enn og aftur dómari leiksins sem að eyðileggur fyrir okkur

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kom í viðtal eftir 1-2 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Jóhannes var í leikbanni en mætti í viðtal í stað Fannars Berg Gunnólfssonar, sem stýrði liði Skagamanna í kvöld í fjarveru Jóhannesar. Fannar fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli þegar að Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir Breiðablik undir lok leiks sem réði úrslitum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ég veit ekki með þetta rauða spjald

Farið var yfir rauða spjaldið sem Jónatan Ingi Jónsson fékk í 0-1 tapi FH gegn ÍA í Mjólkurbikarmörkunum. FH-ingar voru manni færri síðasta hálftímann og tókst ekki að jafna metin. ÍA er því komið áfram í 8-liða úrslit bikarsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH með tveggja stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. FH náði tveggja stiga forskoti á toppnum með 1-0 sigri gegn ÍA á meðan að KR gerði 3-3 jafntefli gegn Grindavík. Afturelding fer upp í annað ætið eftir 4-2 sigur gegn Gróttu og HK lyfti sér upp úr fallsæti með 2-1 sigri gegn Haukum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍA 4-0 | Skínandi fyrri hálfleikur Stjörnunnar tryggði þeim stigin þrjú

Stjarnan svaraði fyrir sig eftir þrjá tapleiki í röð með góðum sigri á botnliði ÍA. Skínandi fyrri hálfeikur lagði grunninn af góðum 4-0 sigri Stjörnunnar.Eggert Aron Guðmundsson gerði fyrsta mark leiksins snemma leiks. Tveir þrumufleygar frá Hilmari Árna og Magnus Anbo Clausen fylgdu síðan í kjölfarið og því staðan 3-0 í hálfleik. Stjarnan vann að lokum verðskuldaðan 4-0 sigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lukkan að snúast hjá Skagamönnum?

ÍA vann mikilvægan og óvæntan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á laugardag. Farið var yfir fórnfýsi leikmanna Skagaliðsins í varnarleik sínum í Pepsi Max stúkunni, og velti Baldur Sigurðsson því upp hvort lukkan væri að snúast hjá Skagamönnum.

Íslenski boltinn