Fram

Fréttamynd

„Þetta verður frábært einvígi út af sögunni“

Fram hefur unnið báða leikina við Aftureldingu á nýliðnu tímabili Olís deildarinnar. Afturelding fær tækifæri til að svara fyrir það þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum deildarinnar. Fyrsti leikur einvígisins er á sunnudaginn klukkan 16:00 á Framvellinum í Úlfarsárdal. 

Handbolti
Fréttamynd

„Menn eru mjög bjart­sýnir í efri byggðum Kópa­vogs“

Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í botnbaráttu. Þau eru HK, Keflavík, Fylkir og Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 26-28 | Örlög KA-manna ráðast í lokaumferðinni

KA misstókt að tryggja sæti sitt áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð eftir 26-28 tap gegn Fram fyrir norðan nú kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur en tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Framarar unnu sætan sigur. KA er því einu stigi á undan ÍR fyrir lokaumferðina en annað þessara liða mun falla. Fram áfram í 4. sæti eftir sigurinn.

Handbolti
Fréttamynd

Einar Jónsson: Ég náði bara ekki að finna lausnir

Fram er úr leik í Powerade bikarnum. Sannfærandi tap í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld gegn Haukum kom í veg fyrir að Framarar færu lengra þetta árið. Lokatölur 24-32 Haukum í vil og eru þeir því komnir í úrslitaleik á laugardaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Elna Ólöf og Berg­lind í raðir Fram

Fram hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Í dag var tilkynnt að Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir myndu ganga í raðir félagsins í sumar. Þær hafa báðar leikið allan sinn feril með HK.

Handbolti