Tindastóll

Fréttamynd

Eftirmaður Baldurs fundinn

Tindastóll, silfurliðs Subway-deildar karla á síðasta tímabili, hefur ráðið nýjan þjálfara. Sá heitir Vladimir Anzulovic og er 44 ára Króati.

Körfubolti
Fréttamynd

Jafnt í toppslagnum í Kórnum

HK og Tindastóll skildu jöfn með einu marki gegn einu þegar liðin mættust í mikilvægum leik í baráttu liðanna um að komast upp úr Lengjudeild kvenna í fótbolta í Kórnum í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

LeBron skoðaði Drang­ey með fyrir­liða Tinda­stóls

Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni.

Körfubolti
Fréttamynd

Toppliðin skildu jöfn og Víkingur upp í þriðja sæti

Þrír leikir voru á dagskrá í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. FH og Tindastóll skiptu stigunum á milli sín þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í toppslag deildarinnar, Víkingur R. lyfti sér upp í þriðja sætið með 0-2 sigri gegn Fjölni og Grindavík og Fylkir gerðu markalaust jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Valskonur unnu örugglega og Selfyssingar snéru taflinu við

Öllum fimm leikjum dagsins í Mjólkurbikar kvenna er nú lokið, en seinustu tveim lauk nú rétt í þessu. Valskonur gerðu góða ferð norður og unnu 1-4 sigur gegn Tindastól og Selfyssingar unnu 3-1 sigur gegn Aftureldingu eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Twitter bregst við úrslitaleiknum

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastól er ný lokið og Valur er Íslandsmeistari í körfubolta árið 2022. Twitter var líflegt á meðan leik stóð og hér má sjá það sem flaug hæst undir myllumerkinu #korfubolti og #subwaydeildin á meðan leik stóð og stuttu eftir leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Er hægt að toppa þennan trylling í kvöld?

Önnur eins stemning hefur vart myndast á íþróttaviðburði á Íslandi eins og í Síkinu á Sauðárkróki á sunnudag. Grettismenn, stuðningsmenn Tindastóls, fóru þar á kostum eins og alla úrslitakeppnina.

Körfubolti
Fréttamynd

Skagfirðingar mynduðu röð rúmum tveimur tímum fyrir opnun

Stuðningsmenn Tindastóls voru mættir í röð til þess að ná að festa kaup á miðum á oddaleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Stemningin var nokkuð góð, fólk var mætt með hátalara og stytti sér biðina með því að blasta Skagfirskum lögum.

Körfubolti
Fréttamynd

Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar

Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Ferðasaga á Krókinn: Klikkað kvöld meðal kúreka og krókódíla í Síkinu

„Má ég heyra?“ spyrja Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann í nýju stuðningsmannalagi Tindastóls. Og þeir heyrðu svo sannarlega í Skagafirðinum í fjórða leik Stólanna og Valsmanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í fyrrakvöld. Leikur sem líður þeim sem á horfðu seint úr minni, hvað þá þeim sem voru á staðnum.

Körfubolti