UMF Njarðvík

Fréttamynd

„Hún er ekki komin inn í þetta enn­þá og er heillum horfin“

„Við getum ekkert dæmt, hún er búin að vera rúmlega viku hjá liðinu. Hún á eftir að venjast liðinu og liðið á eftir að venjast henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds um Isabellu Ósk Sigurðardóttur í leik Njarðvíkur og Grindavíkur í síðustu umferð Subway deild kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Grinda­vík - Njarð­vík 79-83 | Ís­lands­meistararnir aftur á sigurbraut

Grindavík tók á móti Njarðvík í HS Orku höllinni í Subway deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindvíkingum loks tekist að tengja saman nokkra sigra í deildinni en Njarðvík bókfærðu sitt fjórða tap í síðasta leik gegn Keflavík, og eflaust staðráðnar í að tapa ekki öðrum Suðurnesjaslagnum í röð. Það kom þó ekki á daginn þar sem gestirnir unnu að lokum fjögurra stiga sigur í hörkuleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 91-68 | Njarðvík vann öruggan sigur gegn löskuðum Stólum

Njarðvík vann afar sannfærandi sigur þegar liðið mætti Tindastóli í þriðju umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni suður með sjó í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 91-68 heimamönnum í vil en jafnræði var með liðunum fram í miðbik annars leihkluta. Þá dró í sundur með liðunum og niðurstaðan öruggur sigur Njarðvíkurliðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarð­vík - Grinda­vík 77-61 | Meistararnir komnir á blað

Aðra umferðina í röð var boðið upp á Suðurnesjaslag í Subway-deild kvenna, en í kvöld mættust Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni. Íslandsmeistarar Njarðvíkur töpuðu í opnunarleiknum gegn grönnum sínum Í Keflavík og því eflaust staðráðnar í að sækja sigur í kvöld. Grindvíkingar aftur á móti opnuðu mótið á góðum sigri gegn Fjölni og vildu án vafa byggja ofan á þann árangur.

Körfubolti
Fréttamynd

Bjarni segir bless eftir frábært sumar

Þjálfarinn þrautreyndi Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í fótbolta. Hann skilur við liðið í næstefstu deild eftir að hafa stýrt því til sigurs í 2. deild í sumar.

Fótbolti