Fótbolti

Fréttamynd

Læri­sveinar Freys felldu Guð­laug Victor og Al­freð Finn­boga

Freyr Alexandersson og hans lærisveinar í KV Kortrijk unnu 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Það þýðir að Íslendingalið Eupen er fallið en Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag á meðan Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Er með góða til­finningu eftir að hafa komið til baka“

KA og KR gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan í dag í leik sem hafði upp á mikið að bjóða. KR komst yfir strax á 3. mínútu og misnotuðu vítaspyrnu stuttu seinna. KA jafnaði svo leikinn á 77. mínútu en þá var Guy Smit, markvörður KR, nýfarinn af velli með sitt annað gula spjald. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir leik og leit á björtu hliðarnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sam­herjar Alberts náðu í stig í Mílanó

Samherjar Alberts Guðmundssonar náðu í stig á útivelli gegn AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en liðin gerðu 3-3 jafntefli á San Siro-leikvaningum í Mílanó. Albert var fjarri góðu gamni en hann hefur verið einn besti maður liðsins á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hilmir Rafn kominn á blað í Noregi

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði mark Kristiansund þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Ham/Kam í norsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Hilmir Rafn er þar með kominn á blað en þetta var hans fyrsta mark á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn náð í fleiri stig en Mc­Kenna síðan hann tók við Ipswich

Kieran McKenna hefur svo sannarlega svifið um á bleiku skýi síðan hann tók við Ipswich Town í ensku C-deildinni. Undir hans stjórn hefur liðið flogið upp um tvær deildir í því sem er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Þá hefur enginn, ekki einu sinni Pep Guardiola, nælt í jafn mörg stig og McKenna síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Ipswich.

Enski boltinn
Fréttamynd

FH fékk tvær sektir frá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað FH um alls 28 þúsund krónur vegna fjölda refsistiga sem liðið fékk í 3-0 tapinu gegn Val í Mjólkurbikar karla og svo í 2-1 sigrinum á ÍA í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Courtois ekki með Belgíu á EM

Markvörðurinn Thibaut Courtois verður ekki með Belgíu á Evrópumóti karla í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Þetta staðfesti Domenico Tedesco, þjálfari Belga, í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­vígið gal­opið eftir jafn­tefli í Þýska­landi

Bayern München og Real Madríd gerðu 2-2 jafntefli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Einvígið er því galopið fyrir síðari leikinn sem fram fer á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd eftir tæpa viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Lopetegui tekur við AC Milan

Hinn 57 ára gamli Julen Lopetegui verður næsti þjálfari ítalska stórliðsins AC Milan. Liðið er sem stendur í 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en erkifjendur þeirra og næstu nágrannar í Inter hafa nú þegar tryggt sér titilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við eigum að geta varist föstum leik­at­riðum“

Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lewandowski með þrennu er Barcelona kom til baka gegn Valencia

Barcelona vann 4-2 sigur á Valencia í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta, eftir að lenda undir í fyrri hálfleik. Það hjálpaði vissulega til að Giorgi Mamardashvili, markvörður gestanna, fékk rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er mikill efni­viður í Fram“

Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks.

Íslenski boltinn