Þýski boltinn

Fréttamynd

Kuranyi yfirgefur Stuttgart

Þýski landsliðssóknarmaðurinn Kevin Kuranyi er að yfirgefa Suttgart þar sem hann hefur verið síðan 1997 en hann er á leið til Schalke í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu. Kuranyi kveðst í viðtali í þýska blaðinu Bild am Sonntag í dag hafa skrifað undir 5 ára samning við félagið.

Sport
Fréttamynd

Sammer rekinn frá Stuttgart

Matthias Sammer var rekinn sem þjálfari Stuttgart eftir aðeins eitt ár í starfi. Þetta var tilkynnt í morgun en Stuttgart varð í 5. sæti og rétt missti af sæti í Meistaradeild Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Tvöfalt hjá Bayern München

Bayern München vann í gærkvöld þýska bikarinn í knattspyrnu í 12. sinn þegar liðið sigraði Schalke með tveimur mörkum gegn einu á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Þetta er í fimmta sinn sem Bayern München vinnur tvöfallt í Þýskalandi, en liðið vann meistaratitilinn í Þýskalandi á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Van der Vaart til Hamburg

Hamburger SV hefur keypt hollenska miðjumanninn Rafael van der Vaart frá Ajax fyrir 5.5 milljónir evra. Hinn 22-ára gamli van der Vaart skrifaði undir fimm ára samning.

Sport
Fréttamynd

Van der Vaart til Hamburgar

Óvænt tíðindi urðu í kvöld þegar hollenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rafael van der Vaart yfirgaf Ajax og gekk í raðir þýska Bundesliguliðsins Hamburg SPV fyrir 4 milljónir punda, eða 480 milljónir ÍSK.

Sport
Fréttamynd

Írani til Bayern Munchen?

Íranski landsliðsframherjinn Ali Karimi, sem var valinn leikmaður Asíu á síðasta ári, er á leið til þýsku meistarana í Bayern Munchen samkvæmt talsmanni félagsins. Þessi 26 ára gamli leikmaður, sem ber gælunafnið ,,Maradona Asíu" spilar með Al-Ahli og hefur skorað 32 mörk í 87 landsleikjum.

Sport
Fréttamynd

Bayern meistari í Þýsklandi

Bayern München varð í gær þýskur meistari í knattspyrnu í 19. sinn þegar liðið burstaði Kaiserslautern 4-0. Í Belgíu töpuðu Arnar Grétarsson, Arnar Viðarsson og Rúnar Kristinsson og félagar í Lokeren fyrir Gent 0-1 en Lokeren er í 9. sæti deildarinnar. Þá var Indriði Sigurðsson í liði Genk sem gerði jafntefli, 2-2, við Ostende, en Genk er í 4. sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Dómari í ævilangt keppnisbann

Þýski knattspyrnudómarinn Robert Hoyser hefur verið dæmdur í ævilangt keppnisbann, eftir að hafa orðið uppvís að því að þyggja mútur í nokkrum knattspyrnuleikjum, en hann er talinn hafa þegið í kring um 67.000 evrur fyrir að hagræða úrslitum leikjanna með dómgæslu sinni.

Sport
Fréttamynd

Bayern með níu stiga forystu

Bayern Munchen náði í gær níu stiga forystu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Bochum, 3-1. Á sama tíma töpuðu helstu keppinautar þeirra í Schalke fyrir Herthu Berlín. Berlínarmenn unnu 4-1.

Sport
Fréttamynd

Bayern í úrslit bikarkeppninnar

Bayern München sigraði Armenia Bielefeld 2-0 í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í gærkvöldi og mætir Schalke í úrslitum 28. maí. Bayern München hefur ellefu sinnum orðið þýskur bikarmeistari, oftar en nokkurt annað félag.

Sport
Fréttamynd

Shalke sigraði í vítaspyrnukeppni

Schalke sigraði Werder Bremen í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í gær eftir staðan var jöfn, 2-2, að lokinnni framlengingu. Frank Rost, markvörður Schalke, varði þrjár spyrnur Brimarborgara og skoraði svo úr síðustu spyrnunni sjálfur og tryggði sigur Schalke.

Sport
Fréttamynd

Advocaat farinn

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Hollendinga í knattspyrnu, Dick Advocaat, hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari þýska Bundesliguliðsins Borussia Mönchengladbach eftir aðeins 18 leiki við stjórnvölinn. Horst Köppel þjálfari U23 liðs Mönchengladbach hefur tekið við aðalliðinu sem er aðeins einu stigi frá fallsævði í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Oliver Kahn vill ná þrennunni

Oliver Kahn, landsliðsmarkvörður Þjóðverja, er sannfærður um að lið sitt, Bayern Munchen, muni vinna þrjá titla á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Donovan aftur í MLS?

Landon Donovan, Bandaríkjamaðurinn hjá þýska knattspyrnuliðinu Bayer Leverkusen, mun ekki leika áfram með þýska liðinu og mun líklega fara aftur  Bandarísku atvinnumannadeildina eftir tvo og hálfan mánuð í þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Bayern á höttunum eftir Huth

Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur staðfest að liðið ætli að ná sér í Robert Huth, varnarmann enska liðsins Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Rosicky til Tottenham?

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur áhuga á að fá tékkneska leikstjórnandann Tomas Rosicky frá Dortmund, en það staðfesti talsmaður Dortmund, Michael Zorc, í dag. Mikill hugur er í stjórnarmönnum Tottenham og eru menn þar á bæ tilbúnir að ganga ansi langt til að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu.

Sport
Fréttamynd

Schalke á toppinn í Þýskalandi

Schalke vann Bayern München 1-0 í uppgjöri efstu liðanna í þýsku knattspyrnunni í gærkvöldi. Brasilíumaðurinn Lincoln skoraði eina markið. Schalke er með 53 stig en Bayern 50 stig þegar 25 umferðum er lokið.

Sport
Fréttamynd

Samuel Kuffour til Arsenal?

Knattspyrnumaðurinn Samuel Kuffour er harðákveðinn að segja skilið við Bayern München í þýsku deildinni þegar samningur hans rennur út í sumar.

Sport
Fréttamynd

Bayern og Schalke unnu bæði

Baráttan harðnar á toppi þýsku bundesligunnar í knattspyrnu. Bayern Munchen vann Werder Bremen 1-0 á heimavelli með marki Michael Ballack á 7. mínútu og Schalke vann öruggan 0-2 útisigur á Bochum með mörkum Brasilíumannanna Ailton og Lincoln. Liðin fylgja því hvort öðru eins og skugginn á toppi deildarinnar og eru bæði með 50 stig.

Sport
Fréttamynd

Bayern yfir gegn Bremen

Bayern Munchen hefur eins marks forystu í hálfleik gegn meisturum Werder Bremen í þýsku bundesligunni í knattspyrnu. Fyrirliði Bæjara, Michael Ballack, skoraði eina mark leiksins hingað til strax á 7. mínútu. Schalke, sem er í harðri baráttu við Bayern á toppi deildarinnar, hefur yfir gegn Bochum á útivelli, en liðin hafa bæði 47 stig á toppnum.

Sport
Fréttamynd

Bremen í undanúrslitin

Bikarmeistararnir í Werder Bremen tryggðu sér í kvöld farseðilinn í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að leggja að velli varalið Bayern Munchen í 8 liða úrslitunum. Bayern liðið átti sér draum um að ná alla leið í úrslitaleikinn þar sem möguleiki var fyrir hendi að mæta aðilliði félagsins en það verður þrátt fyrir það að teljast nokkuð góður og óvæntur árangur af varaliði að ná alla leið í 8 liða úrslitin.

Sport
Fréttamynd

Sjaldgæf staða í þýska bikarnum

Sú fordæmalausa staða getur nú mögulega komið upp í þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu að Bayern München og leiki til úrslita um titilinn en bæði lið eru inni í 8 liða úrslitum sem hefjast í kvöld. Varalið Bayern á þá heimaleik gegn ríkjandi bikarmeisturum Werder Bremen nú kl 18.30 en aðalliðið heimsækir Freiburg annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Hoyzer laus úr fangelsi

Robert Hoyzer, líkast til frægasti fyrrverandi knattspyrnudómari heims eftir þátt hans í að ákveða úrslit leikja í þýska boltanum fyrir fram, var látinn laus úr fangelsi í dag eftir tveggja vikna dvöl. Hoyzer bíður eftir því að vera ákærður fyrir að hjálpa króatískum glæpahring að ákveða úrslit leikja.

Sport
Fréttamynd

Bæjarar að kjöldraga Dortmund

Það gengur lítið upp hjá Borussia Dortmund þessa dagana. Hálfleikur er nú í leik liðsins gegn Bayern Munchen og eru heimamenn í Bayern búnir að skora hvorki meira né minna en fjögur mörk gegn engu hjá Dortmund. Roy Makaay hefur skorað tvö markanna og þeir Claudio Pizarro og Hasan Salihamidzic eitt mark hvor.

Sport
Fréttamynd

Bayern burstaði Dortmund

Bayern Munchen náði í dag þriggja stiga forskoti í þýsku bundesligunni er liðið valtaði yfir lánlausa leikmenn Borussia Dortmund. Áður en yfir lauk höfðu Bæjarar skorað fimm mörk og kláruðu þeir í raun leikinn á fyrsta hálftímanum, en þá komu fjögur markanna. Hollendingurinn Roy Makaay fór á kostum í liði Bayern og skoraði þrennu.

Sport
Fréttamynd

Schneider áfram hjá Leverkusen

Þýski landsliðsmaðurinn Bernd Schneider hjá Bayer Leverkusen hefur staðfest að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Hinn 31-árs gamli Schneider greindi frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun eftir að félagið hafi boðið honum nýjan samning til ársins 2009.

Sport
Fréttamynd

Allback í fjögurra leikja bann

Sænski framherjinn Marcus Allback, sem leikur með Hansa Rostock í þýsku Bundesligunni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja keppnisbann af þýska knattspyrnusambandinu. Allback missti stjórn á skapi sínu í leik Hansa gegn Schalke á laugardag og sló til Dario Rodriguez, leikmanns Schalke.

Sport
Fréttamynd

Bayern eykur forskotið

Bayern Munchen jók í dag forskot sitt toppi þýsku Bundesligunnar í knattspyrnu í þrjú stig. Bayern bar sigurorð af Leverkusen, 2-0, með mörkum frá Roy Makaay og Paulo Guerrero á meðan helstu keppinautar þeirra, Schalke, gerðu 2-2 jafntefli gegn Hansa Rostock. Schalke voru í raun heppnir að ná jafntefli því Ailton jafnaði á 90. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Hneyksli skekur þýska knattspyrnu

Þýski knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer gerði tilraun til þess að hafa áhrif á úrslit að minnsta kosti sex leikja sem hann dæmdi, segir fulltrúi þýska knattspyrnusambandsins en dómaramútuhneyksli skekur nú þýska knattspyrnu.

Sport