Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

„Búið að vera æðislegt“

Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland tekur á móti Wales í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Sædís er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum ásamt markverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur.

Fótbolti
Fréttamynd

Besta deildin vonbrigði: „Ekki margar sem hafa ýtt við mér“

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að reynsluminni leikmenn þurfi að stíga upp í ljósi mikilla fráfalla landsliðskvenna í komandi landsliðsverkefni. Þó kveðst hann vonsvikinn með að fáir leikmenn í Bestu deild kvenna hafi gert raunverulegt tilkall til landsliðssætis.

Fótbolti
Fréttamynd

Sandra lítið spilað en er valin í lands­liðið: „Stend og fell með þessari á­kvörðun“

Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Ísland - Tékkland 2-0 | Sannfærandi sigur Íslands

Ísland vann afar mikilvægan 2-0 sigur gegn Tékklandi. Íslenska liðið var betra á öllum sviðum og sigurinn var verðskuldaður. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Íslandi yfir snemma í fyrri hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir gerði síðan út um leikinn á 85. mínútu þegar hún bætti við öðru marki.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnhildur Yrsa hætt í landsliðinu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta landsleik þegar Ísland sigraði Austurríki, 0-1, í vináttulandsleik í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég læri af þessum mistökum“

Berglin Rós Ágústsdóttir skoraði eina mark Íslands er liðið mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segist hafa séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins sem hægt sé að taka með sér í næsta leik.

Fótbolti