Mikael Torfason

Fréttamynd

Röskur ráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra brást skjótt við og af festu þegar hann heyrði viðtal Heimis Más Péturssonar á Bylgjunni á föstudag við Pálma Stefánsson skipstjóra. Pálmi var á vettvangi og sagði Kolgrafafjörð kjaftfullan af síld, hún væri komin undir brú þar sem ekki mátti veiða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Milljarðagjöf

Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali.

Skoðun
Fréttamynd

Konuhommi forsætisráðherra

Ein mikilvægasta bók ársins er saga Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og konu hennar, Jónínu Leósdóttur rithöfundar, sem skráði. Þar er sögð saga um sigur ástarinnar yfir miklum hindrunum. Í raun er ótrúlegt hversu langt við erum komin því við lesturinn rifjast upp hversu stutt er síðan samkynhneigðir bjuggu við fyrirlitningu og lítil sem engin réttindi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afdrifarík loforð

Gleymum því ekki að þrátt fyrir kosningasigur Framsóknarmanna þá kusu þrír fjórðu kjósenda ekki þennan loforðapakka.Við töpuðum öll á hruninu. Ef eitthvað fé kemur í ríkiskassann, hvort heldur sem er frá erlendum kröfuhöfum eða sameiginlegum auðlindum, þá á það fé að fara í annaðhvort opinberar framkvæmdir, eins og til dæmis nýjan Landspítala, eða til niðurgreiðslu á skuldum ríkissjóðs.

Fastir pennar
Fréttamynd

"Pereat, Illugi Gunnarsson“

Pereat, Illugi Gunnarsson.“ Þannig hljóma viðbrögð Ingva Hrafns Jónssonar, framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN, við þeim tíðindum að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hyggist lækka framlög til Ríkisútvarpsins um 215 milljónir króna

Fastir pennar
Fréttamynd

Dýr grunnskóli

Síðustu áratugi höfum við lagt talsvert fjármagn og orku í forsendur þess að þjónusta í grunnskólum landsins megi verða sem best. Að því er virðist með sáralitlum árangri. Kennaranámið er nú fimm ára háskólanám og lýkur með meistaragráðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ótrúlegar atvinnuleysistölur

Nú þegar rúm fimm ár eru liðin frá hruni erum við enn að gera upp bankahrunið "svokallaða“ og gengur á ýmsu. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segjum við frá því að í ársbyrjun 2008 og til dagsins í dag hafa 62 þúsund Íslendingar verið á atvinnuleysisskrá, yfir lengri eða skemmri tíma, og þurft að þiggja bætur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í hvað getum við eytt 12 milljörðum?

Bændur verða því að bíta í það súra epli að fá "aðeins“ 30 milljóna króna hækkun á milli ára, á núvirði. Svo þeir geti viðhaldið kerfi sem enginn virðist græða á, hvorki neytendur né atvinnugreinin sjálf, eins og komið hefur fram í máli Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að slá Sleipni af

Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson er ein besta bíómynd sem undirritaður hefur séð. Þessi mynd er á heimsmælikvarða og stefnir nú, sem eitthvert efnilegasta trippi sem sést hefur síðan Sleipnir Óðins var og hét, sigurför út í heim.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lögleg fíkniefni

Í fréttum Stöðvar 2 hefur verið fjallað um nýjasta æðið í fíkniefnaheiminum; Mollý, eða MDMA, sem er "amfetamínefni sem hefur um leið skynbreytandi verkun,“ samkvæmt Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi. Við notkun á efninu er hætta á skyndidauða en unga fólkið okkar ánetjast því auðveldlega.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjárfest í listinni

Á Íslandi hefur lengi verið stutt við bakið á listum og menningu með einum eða öðrum hætti. Þannig tóku ungmennafélagsmenn sig til og skrifuðu upp á víxil fyrir skútusjómanninn Jóhannes Sveinsson Kjarval og sendu hann til Lundúna til að afla sér menntunar í málaralist. Hann fékk reyndar ekki inn í neinn skóla þar og endaði blankur í Kaupmannahöfn. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og fleiri vel stæðir karlar miskunnuðu sig yfir hann og héldu áfram að fjármagna nám Kjarvals. Sömu sögu er að segja af mörgum okkar helstu listamönnum sem áttu eftir að móta nútímalist okkar og sjálfsmynd þjóðarinnar síðastliðin hundrað ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðrar vel til loftárása

Fréttir frá Sýrlandi valda okkur öllum áhyggjum. Fréttamiðlar vara við skelfilegum myndum og þó fylgir sögunni að ekki séu verstu myndirnar sýndar. Svo skelfilegar eru þær að ekki telst verjanlegt að senda þær út í sjónvarpi. Munnlegar lýsingar vekja óhug. Það er óþarfi að rekja þær fyrir þeim sem hafa fylgst með fréttum frá Sýrlandi en meðal hinna látnu er mikill fjöldi barna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Betrun barnaníðinga

Á Íslandi eru fimm til tíu barnaníðingar sagðir haldnir mjög alvarlegri barnagirnd. Eftirlit með þeim er ekkert en barnaverndaryfirvöld hafa stungið upp á því að lögreglan fái heimild til að skrá og hafa eftirlit með dæmdum barnaníðingum. Þær tillögur hafa verið ræddar í velferðarnefnd Alþingis en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ísland í tossabekk

Nú munu um fimm þúsund krakkar fæddir árið 2007 hefja skólagöngu í þessari og næstu viku. Þessir krakkar munu allir ljúka námi til stúdentsprófs nítján ára en ekki tvítug, ef Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fær nokkru ráðið um framtíð þessara barna. Reyndar er það svo að nú þegar geta þau ungmenni sem það vilja klárað stúdentspróf á þremur árum í stað fjögurra í mörgum framhaldsskólum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi

Algengt verð á sígarettupakka er um tólf hundruð krónur. Í honum eru 20 sígarettur en það er sá skammtur sem meðalreykingamanneskja er talin þurfa yfir daginn. Kostnaður á ári er því yfir 400 þúsund krónur og fer hækkandi.

Skoðun
Fréttamynd

Uppskrift frá Gunnu frænku

Píratar eru að auka fylgi sitt og fólk hlýtur að líta til nýjustu frétta eftir skýringum. Það sem áður hljómaði sem brjálaðar samsæriskenningar og vísindaskáldskapur er nú raunveruleiki. Og raunveruleikinn býr á netinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sigur Hinsegin daga í Reykjavík

Við vorum ekki mörg sem mættum í Hinsegin göngu, Gay Pride, fyrir um 20 árum. Hommar og lesbíur hlupu þá niður Laugaveg með kröfuspjöld – þau vildu fá að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi en sú krafa átti ekki hljómgrunn á Laugavegi þá. Flestir gangandi vegfarendur snéru sér að búðargluggum og létu sem þeir sæju ekki bræður sína og systur. Íslensku samfélagi fannst flest annað mikilvægara en að verða við kröfum hinsegin fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Þrír lögregluþjónar á vakt

Í fréttum okkar á Stöð 2 í vikunni kom fram að á venjulegri vakt í Árnessýslu verða aðeins þrír lögregluþjónar í haust. Fimmtán þúsund manns búa á svæðinu auk þess sem þar eru um sex þúsund sumarbústaðir og tvö fangelsi. En þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað halda stjórnvöld áfram að skera niður til löggæslumála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyllirí og börn

Ölvun og slagsmál settu svip sinn á bæjarhátíð sem kallast Mærudagar og haldin er á Húsavík. Þetta er hefðbundin hátíð með svipuðu fyrirkomulagi og aðrar slíkar hátíðir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verum virk í athugasemdum

Fjölmiðlar eru nú að ganga í gegnum gríðarlegar breytingar með tilkomu netsins. Það var reyndar til staðar fyrir tuttugu árum en það er fyrst núna sem fólk er farið að velta því fyrir sér hvaða þýðingu sú mikla bylting hafði og hefur í för með sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stelpurnar okkar áttu síðustu viku

Warren Buffett, einn ríkasti maður heims, hefur látið hafa það eftir sér að velgengni hans sé fyrst og síðast til komin vegna þess að hann þurfti einungis að keppa við helming mannkyns. Konurnar sátu nefnilega heima og kepptu ekki við hann í viðskiptum og því fór sem fór.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þegar fingurinn bendir á tunglið

Þegar fingurinn bendir á tunglið horfir fíflið á fingurinn. Þessi setning rammar svona nokkurn veginn inn mál Edwards Snowden sem situr nú fastur á flugvelli í Moskvu eftir að hafa lekið upplýsingum um njósnir leyniþjónusta í Bandaríkjunum og víðar. Leki Snowdens leiðir í ljós að stofnanir í Bandaríkjunum og Evrópu hafa eftirlit með óbreyttum borgurum og athöfnum þeirra á internetinu. Spádómar hinna ýmsu vísindaskáldsagna eru veruleiki. Stóri bróðir lætur ekki að sér hæða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Atvinnumenn í tölvuleikjum

Úr herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir.

Skoðun
Fréttamynd

Sumarið er tími tossanna

Í vor höfum við fengið að skyggnast inn í veröld íslenskra tossa undir leiðsögn Lóu Pind Aldísardóttur á Stöð 2. Frábærir þættir sem sýna okkur að skólakerfið er langt frá því að vera allra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vörn fyrir börn og foreldra þeirra

í Fréttablaðinu í síðustu viku sögðum við frá því að barnaverndaryfirvöld væru að skoða samtökin Vörn fyrir börn, en þau gefa sig út fyrir að berjast fyrir hagsmunum barna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skítareddingar Orkuveitunnar

"Það hefur alltaf verið mín skoðun, og það er ekkert nýtt, að það hefði átt að byggja Hellisheiðarvirkjun í áföngum. En í mínum huga skiptir það ekki máli í dag. Virkjunin er þarna og ég er að leita að lausnum. Það er mitt starf,“ segir hann í Fréttablaðinu í dag.

Fastir pennar