Innlent

Upplýsandi fundur í Stjórnarráðinu

Vilmundur Egilsson.
Vilmundur Egilsson. Mynd/GVA
„Það var verið að kynna okkur ákveðnar sviðsmyndir sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa verið að setja upp í framhaldi á dómi Hæstaréttar. Þær voru misdökkar eftir því hvaða forsendur voru gefnar," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hann sat fund í Stjórnarráðinu seinnipartinn í dag ásamt forsætis-, fjármála-, efnahags- og viðskiptaráðherra, ráðuneytisstjóra efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Fundarefnið var dómur Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að gengistrygging lána væri ólögleg.

Fundurinn var afar upplýsandi, að sögn Vilhjálms. „Þetta var fyrst og fremst kynningarfundur. Auk þess skiptust menn á skoðunum um hvernig væri best að snúa sér í þessu."

Vilhjálmur segir að eyða þurfi óvissunni sem allra fyrst. „Það er að okkar mati brýnt að það komi fljótt fram einhver lína um hvernig fjármálafyrirtækin ætla að taka á þessu máli."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×