Lífið

Vill eignast haug af börnum með Beyoncé

Rapparinn Jay-Z hefur í nægu að snúast í ýmsum verkefnum þessa dagana en dreymir um að eignast fleiri börn með eiginkonu sinni, tónlistarkonunni Beyoncé.

“Klárlega, ef Guð leyfir. Ég myndi vilja eignast lítið körfuboltalið,” segir Jay-Z í viðtali við Angie Martinez en parið á átján mánaða dótturina Blue Ivy saman.

Ofurpar.
Jay-Z og Beyoncé hafa reynt eftir bestu getu að halda einkalífi sínu úr fjölmiðlum en Beyoncé afhjúpaði ýmislegt í heimildarmyndinni Life Is But a Dream.

Mæðgurnar.
“Þá varð ég örlítið stressaður en þetta var eitthvað sem hún þurfti að gera. Manni líður skringilega að opna sig svona mikið sérstaklega þar sem maður opnar sig í tónlistinni,” segir Jay-Z um myndina.

Í stuði.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.