Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

24. nóvember 2024

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.

Fréttamynd

Ræktar banana í Hafnar­firði með góðum árangri

Ræktun á bönunum er hafin í Hafnarfirði en ræktandinn, sem flutti inn til landsins litla plöntu gafst upp á að vera með hana heima hjá sér því hún óx svo hratt. Þá var farið með plöntuna í hesthús eigandans, en þar óx hún líka svo hratt, sem varð til þess að hún endaði í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Plantan hefur gefið af sér tvo hundrað og fimmtíu bananaklasa.

Innlent



Fréttamynd

HILI hefur starf­semi á Ís­landi og ræður Sigurð Viðars­son sem fram­kvæmda­stjóra

Norskt fyrirtæki sem býður einstaklingum að selja hluta af eign sinni í fasteign til fjárfestingasjóðs ætlar að hasla sér völl hér á landi og hefur ráðið Sigurð Viðarsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Kviku banka, sem framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi. Með miklum hækkunum á fasteignamarkaði hefur hreinn auður margra heimila aukist verulega en á sama tíma er hátt vaxtastig farið að valda sumum þeirra lausafjárerfiðleikum.

Innherji