Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Margmenni kom saman við húsnæði kærunefndar útlendingamála síðdegis til að mótmæla brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Foreldrar þeirra og systkini fá að dvelja áfram hér á landi. Rætt verðu við þær í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent
Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ Sundfólkið Sonja Sigurðardóttir og Róbert Ísak Jónsson voru í dag útnefnd íþróttakona og íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sonja er ein af okkar reynslumestu sundkonum og hún er hvergi nærri hætt og segir mestu máli skipta að hafa trú á sjálfri sér. Sport
Hittust bara einu sinni eftir Friends Vinirnir í Friends hittust aðeins einu sinni eftir að tökum á þáttunum lauk árið 2004 og þar til þau hittust í sérstökum endurfundaþætti. Þetta segir Lisa Kudrow sem segist hafa horft á þættina aftur til að hugga sig eftir sviplegt fráfall Matthew Perry. Lífið
Bjartsýn um að þau nái saman í álitamálum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræðir við fréttastofu eftir stjórnarmyndunarviðræður dagsins. Fréttir
Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Allt að þrefaldur verðmunur er á bókum milli verslana samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Á þetta við jafnvel þótt umrædd bók sé ekki til sölu í lágvöruverslunum. Dýrastar eru bækurnar að jafnaði hjá Pennanum-Eymundsson og A4. Viðskipti innlent
Stjórnvöld þurfi að sýna að erlendir fjárfestar séu velkomnir á Íslandi Stjórnandi hjá franska sjóðastýringarfélaginu Ardian, stærsti erlendi innviðafjárfestirinn á Íslandi, segir að stjórnvöld þurfi að gefa út þau skilaboð að alþjóðlegir fjárfestar séu velkomnir hér á landi en þess í stað einkennist viðhorfið fremur af „varðstöðu“ þegar kemur að mögulegri aðkomu þeirra að innviðaverkefnum. Hún telur jafnframt að Samkeppniseftirlitið geti ekki komist að annarri niðurstöðu en að fella niður kvaðir á hendur Mílu, sem Ardian festi kaup á fyrir tveimur árum, á tilteknum mörkuðum enda sé fjarskiptainnviðafélagið ekki lengur með markaðsráðandi stöðu. Innherji
Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Ófeigur Sigurðsson snýr aftur með nýja og heillandi skáldsögu sem ber heitið Skrípið. Um er að ræða óviðjafnanlega frásögn sem togar Kóvid-samfélagið og samtímann sundur og saman í vel súru gríni, skarpri gagnrýni og djúphugsaðri rómantískri sýn á mátt listarinnar í kaldranalegum og öfgakenndum heimi sem blygðast sín ekki í þeim hamförum sem hann hefur kallað yfir sig. Lífið samstarf