

Þar sem þú ert fullur orku verður þér falið mikilvægt verkefni. Það gæti leitt til verulegrar framþróunar í atvinnumálum þínum.
Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðar um innflutning á tuttugu þúsund töflum af Nitazene. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur stúlkurnar í viðkvæmri stöðu. Í svona málum sé oftast um að ræða fórnarlömb mansals. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hér fer fram bein textalýsing frá leik tvö í einvígi Grindavíkur og Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Valur leiðir einvígið 1-0 sem nú heldur í Smárann, heimavígi Grindvíkinga. Flautað verður til leiks klukkan sjö og er leikurinn einnig sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Bónus deildin 1 rásinni.
Bandaríski leikarinn Bill Murray hvessti sig við aðdáanda sem gekk aftan á hann í bíóhúsi á Manhattan. Murray sakaði manninn um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt.
Öskjuhlíðartimbrið úr trjánum sem voru felld úr Öskjuhlíð er nú komið til Eskifjarðar þar sem timbrið verður sagað niður og unnið. Myndbandið er tekið af Einari Birgi Kristjánssyni hjá Tandrabrettum.
Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag.
Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta.
Gleðin var við völd í húsakynnum Bpro nú á miðvikudagskvöldið 2.apríl síðastliðinn en tilefnið var að fagna því að Bpro var að vinna til verðlaunanna „MARC INBANE - Distributor of the Year 2024“ eða „Dreifingaraðili ársins 2024“.