Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Segja má að veðurspáin fyrir morgundaginn sé í ömurlegri kantinum, rigning og rok. Veðurfræðingur spáir þó hvítum jólum um mest allt land en spáin er varasöm á aðfangadag og viðbúið að færð verði slæm í einhverjum landshlutum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt landið í nótt og í fyrramálið og almannavarnir hvetja vegfarendur til að sýna aðgát þar sem færð getur spillst snögglega. Innlent
Logi frá FH til Króatíu Logi Hrafn Róbertsson, miðjumaður FH og U21-landsliðs Íslands, var í gær kynntur sem nýjasti leikmaður króatíska knattspyrnufélagsins NK Istra. Fótbolti
Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. Bíó og sjónvarp
Luke Littler grét eftir sigurinn Luke Littler er kominn áfram í þriðju umferð á HM í Pílu. Hann sýndi takta í gærkvöldi sem aldrei áður hafa sést á heimsmeistaramóti. Píla
Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendastofa hefur slegið á putta Kilroy Iceland þar sem athugasemdir voru gerðar við upplýsingagjöf fyrirtækisins til ferðamanna bæði fyrir samningsgerð og í samningnum sjálfum. Neytendur
Samkaup ætlar að auka hlutafé sitt um einn milljarð eftir mikið tap á árinu Hluthafar Samkaupa, sem hefur núna boðað sameiningu við Heimkaup, hafa samþykkt að ráðast í hlutafjáraukningu upp á samtals liðlega einn milljarð króna eftir erfitt rekstrarár en útlit er fyrir að heildartap matvörukeðjunnar muni nema mörg hundruð milljónum. Þá hefur fjárfestingafélagið SKEL fengið Guðjón Kjartansson, sem starfaði um árabil meðal annars í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, sem fulltrúa sinn í stjórn Samkaupa. Innherji
Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Það var mikið um dýrðir á frumsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á nýjust kvikmynd Disney, Múfasa: konungur ljónanna. Lífið samstarf