Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

04. september 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Ísland í dag - Býr á Íslandi á sumrin og Spáni á veturna

Ásthildur er ástfangin og býr á Íslandi á sumrin og á Spáni á veturna. Ásthildur Huber er fjölhæf kona sem er bæði ljósmóðir, næringarráðgjafi og fasteignasali. Hún hefur komið sér upp draumalífi þar sem hún nýtur sólar á veturna á Spáni en íslenskrar náttúru á sumrin. Ásthildur er yfir sig ástfangin af seinni manni sínum Peter og nú reka þau saman Hótel Varmaland í Borgarfirði. Og þar hefur Ásthildur meðal annars nýtt hæfileika sína og galdrað fram heilsurétti innan um víðfræga hefðbundnari sælkerarétti hótelsins. Vala Matt skellti sér í Borgarfjörðinn  og heimsótti Ásthildi og fékk að heyra um hennar ævintýralega líf.

Ísland í dag
Fréttamynd

Ráðin nýr fag­stjóri hjá Ís­lands­stofu

Birta Kristín Helgadóttir hefur tekið við starfi fagstjóra orku, grænna lausna og fjárfestinga hjá Íslandsstofu og mun hún leiða sameinað teymi fjárfestingaþjónustu og orku og grænna lausna með það markmiði að efla kynningu á íslenskum orku- og græntæknilausnum, tengja saman fjárfestingar og sjálfbærni og þannig styðja við verðmætasköpun og loftslagsmarkmið framtíðarinnar.

Viðskipti innlent