Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

29. apríl 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.

Fréttamynd

Hræði­legt að missa sam­skipti við um­heiminn og veiðigjöldin

Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og rætt við sérfræðing í myndveri um stöðuna hér á landi.

Innlent


Fréttamynd

Kemur til móts við bíla­fram­leið­endur vegna tolla

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti.

Viðskipti erlent

Fréttamynd

Markaðurinn tals­vert undir­verðlagður og á­fram er út­lit fyrir ó­vissu og óró­leika

Mikil umskipti hafa orðið á skömmum tíma í verðlagningu á félögum í Kauphöllinni, sem var að nálgast jafnvægi í byrjun ársins, en eftir að „eldi og brennisteini tók að rigna“ eru fyrirtæki á markaði núna að nýju almennt verulega vanmetin, samkvæmt hlutabréfagreinanda. Hann telur líklegt að óvissa og óróleiki muni einkenna hlutabréfamarkaði næstu misserin og við slíkar aðstæður sé „almennt skynsamlegt“ að auka vægi stöðugra arðgreiðslufélaga í eignasafninu.

Innherji