Erlent

Fáfræðin lengir lífið

Eitt hundrað og sextán ára úkraínskur geitahirðir segir að ástæðuna fyrir langlífi sínu megi rekja til þess að hann hafi aldrei verið með konu. Auk þess hafi hann ekki verið forvitinn. Fólk sem viti of mikið eigi ekki langa lífdaga. Grigoriy Nestor er frá þorpinu Stariy Yarichev nálægt höfuðborginni Kiev í Úkraínu.

Hann segist vera kristinn maður og samkvæmt trú hans sé ekki ætlast til kynlífs fyrir giftingu. "Fólk sem er ógift lifir lengur, en fólk sem giftir sig rífst endalaust og það er ekki gott fyrir heilsuna," er haft eftir honum á fréttavef Ananova. Hann segist trúa því að það sé ástæða langlífisins.

Hann segir það betra að vera heimskan og að velta hlutum ekki og mikið fyrir sér.

Í úkraínska dagblaðinu Komsomolskaya Pravda segir hann að hann hafi aðeins tvisvar farið í heimsókn í skóla. Hann heimsótti barnaskóla í þorpinu í tvo daga og lærði að skrifa nafnið sitt. "Því minna sem þú veist, því lengur lifir þú. Fáfræði þýðir langlífi og hamingja." sagði hann.

Grigoriy hefur verið geitahirðir allt sitt líf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×